Ég óska þeim öllum til hamingju Klara Helgadóttir skrifar 2. febrúar 2012 06:00 Ég vil óska þeim öllum til hamingju sem láta sig velferð dýra varða. Frá og með fyrsta degi þessa árs hefur nautaat verið bannað í Katalóníu á Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt bann tekur gildi á meginlandi Spánar en fyrir rúmum tveimur áratugum var nautaat bannað á Kanaríeyjum. Þarna hefur verið stigið stórt skref í dýravelferðarmálum, þó svo margir hafi gert lítið úr þeim þætti og sagt bannið einungis vera lið í sjálfstæðisbaráttu Katalóníumanna. Dýraverndarsinnar á Spáni hafa hins vegar hafnað þeim fullyrðingum. Í ljósi þess hve Vesturlandabúar telja sig upplýsta og búa yfir miklum siðferðisþroska, vekur það hreinlega furðu að þessi hrottafengna iðja skuli enn þrífast á opinberum vettvangi og jafnvel njóta blessunar Evrópusambandsins. Eðlilegast væri að nautaatið tilheyrði hinum horfnu myrku öldum sem Vesturlandabúar horfa í dag til með hryggð og hryllingi. Tímanna þegar þrælum var att saman í Colosseum til að berjast til dauða, eða þegar fólk var brennt lifandi á báli fyrir meinta galdra. Því þótt hefðin hafi ríkt lengi, á hún ekki að duga ein og sér til að réttlæta eitthvað sem er í eðli sínu rangt. Svona á aflífun á dýri einfaldlega ekki að fara fram. Í nautaati stígur þrautþjálfaður maður inn í hring, vopnaður hugviti sínu og eggvopnum, vel meðvitaður um það sem stendur til. Á móti honum stígur grunlaus grasæta inn í hringinn og felst gamanið í því að hún er hædd og spottuð af manninum sem murkar úr henni lífið. Dýrið er hrætt og pyndað hægt og rólega til dauða undir ærslum og lófataki blóðþyrstra áhorfenda. Það er sorglegt að allur sá urmull af ofbeldi sem fyrirfinnst í kvikmyndum og tölvuleikjum skuli ekki duga til að svala þessum fýsnum. Eitt er víst og það er að leikurinn er aldrei tvísýnn né leikslokin spennandi. Í einstaka tilviki slasast nautabani í hringnum, en það er svo sjaldgæft að það kemst iðulega í heimsfréttirnar. Örlög nautsins eru hins vegar ávallt ráðin í upphafi. Það hverfur mér seint úr minni atriði úr erlenda fréttaannál ársins 2006, þegar naut sem leitt var inn í hring sturlaðist af hræðslu og flýði upp í áhorfendapallana. Miðað við líkamsbyggingu nautsins á þetta ekki að vera mögulegt, en slík var örvænting dýrsins. Fyrir nokkru ræddi ég þessi mál við unga konu frá Spáni, og tekið skal fram að hún var ekki frá Katalóníu. Hún deildi sömu viðhorfum og ég í garð nautaatsins og sagði það þó huggun að áhuginn færi dalandi hjá ungu kynslóðinni á Spáni. Nú til dags væru það helst afarnir í fjölskyldunum sem enn fylgdust með atinu, þótt auðvitað væru til nautaatsaðdáendur af báðum kynjum og í öllum aldurshópum. Þrátt fyrir þverrandi áhuga heimamanna gengur miðasalan þó alltaf jafn vel. Ferðamennirnir kaupa það sem að þeim er rétt og stór hluti þeirra sem ferðast til Spánar telja það næstum skyldu sína að sýna þjóðaríþróttinni áhuga. Flestir sem fara á nautaat fyllast þó óhugnaði og kaupa sig aldrei inn á það aftur. Miðasalan gengur því að miklu leyti á svokölluðum forvitniskaupum. Það dugar til að halda iðnaðinum gangandi og vel það. Nú er verið að taka dýraverndarlögin á Íslandi til endurskoðunar, og er það mikið fagnaðarefni. Sú lagabreyting felur í sér endurskoðun á siðgæðisvitund okkar og gildismati. Því er vonandi að Íslendingar sem ferðast til Spánar hugsi sig vandlega um áður en þeir kaupa sig inn á skemmtanir sem fela í sér pyndingar á dýrum, eða festa kaup á myndum og minjagripum sem nautaatinu tengjast. Spánn er fallegt land sem hefur upp á gríðarlega margt að bjóða. Þar má una sér við margt á ferðalagi, annað en að fylgjast með misþyrmingum á dýrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Ég vil óska þeim öllum til hamingju sem láta sig velferð dýra varða. Frá og með fyrsta degi þessa árs hefur nautaat verið bannað í Katalóníu á Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt bann tekur gildi á meginlandi Spánar en fyrir rúmum tveimur áratugum var nautaat bannað á Kanaríeyjum. Þarna hefur verið stigið stórt skref í dýravelferðarmálum, þó svo margir hafi gert lítið úr þeim þætti og sagt bannið einungis vera lið í sjálfstæðisbaráttu Katalóníumanna. Dýraverndarsinnar á Spáni hafa hins vegar hafnað þeim fullyrðingum. Í ljósi þess hve Vesturlandabúar telja sig upplýsta og búa yfir miklum siðferðisþroska, vekur það hreinlega furðu að þessi hrottafengna iðja skuli enn þrífast á opinberum vettvangi og jafnvel njóta blessunar Evrópusambandsins. Eðlilegast væri að nautaatið tilheyrði hinum horfnu myrku öldum sem Vesturlandabúar horfa í dag til með hryggð og hryllingi. Tímanna þegar þrælum var att saman í Colosseum til að berjast til dauða, eða þegar fólk var brennt lifandi á báli fyrir meinta galdra. Því þótt hefðin hafi ríkt lengi, á hún ekki að duga ein og sér til að réttlæta eitthvað sem er í eðli sínu rangt. Svona á aflífun á dýri einfaldlega ekki að fara fram. Í nautaati stígur þrautþjálfaður maður inn í hring, vopnaður hugviti sínu og eggvopnum, vel meðvitaður um það sem stendur til. Á móti honum stígur grunlaus grasæta inn í hringinn og felst gamanið í því að hún er hædd og spottuð af manninum sem murkar úr henni lífið. Dýrið er hrætt og pyndað hægt og rólega til dauða undir ærslum og lófataki blóðþyrstra áhorfenda. Það er sorglegt að allur sá urmull af ofbeldi sem fyrirfinnst í kvikmyndum og tölvuleikjum skuli ekki duga til að svala þessum fýsnum. Eitt er víst og það er að leikurinn er aldrei tvísýnn né leikslokin spennandi. Í einstaka tilviki slasast nautabani í hringnum, en það er svo sjaldgæft að það kemst iðulega í heimsfréttirnar. Örlög nautsins eru hins vegar ávallt ráðin í upphafi. Það hverfur mér seint úr minni atriði úr erlenda fréttaannál ársins 2006, þegar naut sem leitt var inn í hring sturlaðist af hræðslu og flýði upp í áhorfendapallana. Miðað við líkamsbyggingu nautsins á þetta ekki að vera mögulegt, en slík var örvænting dýrsins. Fyrir nokkru ræddi ég þessi mál við unga konu frá Spáni, og tekið skal fram að hún var ekki frá Katalóníu. Hún deildi sömu viðhorfum og ég í garð nautaatsins og sagði það þó huggun að áhuginn færi dalandi hjá ungu kynslóðinni á Spáni. Nú til dags væru það helst afarnir í fjölskyldunum sem enn fylgdust með atinu, þótt auðvitað væru til nautaatsaðdáendur af báðum kynjum og í öllum aldurshópum. Þrátt fyrir þverrandi áhuga heimamanna gengur miðasalan þó alltaf jafn vel. Ferðamennirnir kaupa það sem að þeim er rétt og stór hluti þeirra sem ferðast til Spánar telja það næstum skyldu sína að sýna þjóðaríþróttinni áhuga. Flestir sem fara á nautaat fyllast þó óhugnaði og kaupa sig aldrei inn á það aftur. Miðasalan gengur því að miklu leyti á svokölluðum forvitniskaupum. Það dugar til að halda iðnaðinum gangandi og vel það. Nú er verið að taka dýraverndarlögin á Íslandi til endurskoðunar, og er það mikið fagnaðarefni. Sú lagabreyting felur í sér endurskoðun á siðgæðisvitund okkar og gildismati. Því er vonandi að Íslendingar sem ferðast til Spánar hugsi sig vandlega um áður en þeir kaupa sig inn á skemmtanir sem fela í sér pyndingar á dýrum, eða festa kaup á myndum og minjagripum sem nautaatinu tengjast. Spánn er fallegt land sem hefur upp á gríðarlega margt að bjóða. Þar má una sér við margt á ferðalagi, annað en að fylgjast með misþyrmingum á dýrum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun