Erlent

Læknir trúir ekki á Darwin

Læknirinn kærði ákvörðun spítalans og var niðurstaðan sú að spítalinn hefði beitt manninn misrétti.
Læknirinn kærði ákvörðun spítalans og var niðurstaðan sú að spítalinn hefði beitt manninn misrétti. mynd/afp
Norskum lækni var neitað um vinnu á spítala vegna þess að hann trúir ekki á þróunarkenningu Darwins. Yfirmenn á spítalanum sögðu of mikinn mun á lífsskoðunum til að upp gæti gengið að hann starfaði þar.

Læknirinn kærði ákvörðun spítalans og var niðurstaðan sú að spítalinn hefði beitt manninn misrétti.

Fallist var á að lögmætt væri að vilja vita skoðanir á þróunarkenningunni, sem sé mikilvæg fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þrátt fyrir það taldi umboðsmaður jafnréttismála að brotið hefði verið á réttindum mannsins vegna þess að engin önnur skýring var gefin á neituninni. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×