Svali skilur ekki fólk sem pirrar sig á snjónum 27. janúar 2012 13:00 Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, fagnar versnandi færð og mikilli snjókomu síðustu daga enda brunar hvert sem hann vill á jeppanum. Fréttablaðið/Pjetur Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenju mikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörgum. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, er hins vegar í þeim minnihlutahóp sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana. „Ég frelsaðist þegar ég skipti yfir í jeppa árið 2001,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður en hann keyrir óhræddur um götur bæjarins á breyttum Nissan Patrol jeppa, óhræddur við snjóskafla og vonda færð sem einkenna vegina þessa dagana. „Ég skil ekki þá sem eru að pirra sig á færðinni og snjónum. Það er svo skemmtilegt og það birtir yfir öllu,“ segir Sigvaldi, betur þekktur sem Svali, og bætir við að hann hlakki til á hverjum vetri að fá snjóinn til að geta spreytt sig á jeppanum. „Þegar óveðrið var sem mest fyrr í vikunni, græjaði ég mig upp í kuldagalla og fór út að keyra með spotta. Bæði til að hjálpa bílum sem eru fastir og svo keyra aðeins í sköflunum og komast í smá fjör. Ekki skemmdi fyrir að festa sig og þurfa að moka smá. Það er bara gaman.“ Svali fullyrðir að mikill munur sé á jeppaeiganda og jeppakarli en að hann sjálfur sé í síðarnefnda flokknum. „Fyrir mér er þetta fjölskylduvænt áhugamál sem við félagarnir deilum saman. Jeppinn er ferðatæki sem gerir mér kleift að komast hvert á land sem er, hvernig sem viðrar.“ Svali viðurkennir að dýrt sé að eiga jeppa en hann á sem betur fer góða að sem aðstoða hann í viðhaldi bílsins en samhliða jeppanum á fjölskyldan lítinn Póló sem er notaður í innanbæjarakstur. „Ég fer helst ekki á jeppanum í Kringluna en ég var á litla bílnum um daginn í snjónum og þurfti að moka og moka og mér fannst það alveg jafnt mikið sport.“ Aðspurður hvort hann verði var við öfund frá öðrum bílstjórum í snjónum svarar Svali. „Já, maður hefur alveg heyrt fólk sem tuðar „Þið þarna jeppakarlar“ en þetta er lífstíll og ég er duglegur að koma öðrum til hjálpar í þessu veðri. Stundum fer ég gagngert út til að hjálpa bílstjórum í neyð.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Landsmenn keppast nú við að blóta færðinni á vegum úti enda hefur óvenju mikil snjókoma síðustu daga sett strik í reikninginn hjá mörgum. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, er hins vegar í þeim minnihlutahóp sem fagnar versnandi færð enda vel búinn til að takast á við skaflana. „Ég frelsaðist þegar ég skipti yfir í jeppa árið 2001,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, útvarpsmaður en hann keyrir óhræddur um götur bæjarins á breyttum Nissan Patrol jeppa, óhræddur við snjóskafla og vonda færð sem einkenna vegina þessa dagana. „Ég skil ekki þá sem eru að pirra sig á færðinni og snjónum. Það er svo skemmtilegt og það birtir yfir öllu,“ segir Sigvaldi, betur þekktur sem Svali, og bætir við að hann hlakki til á hverjum vetri að fá snjóinn til að geta spreytt sig á jeppanum. „Þegar óveðrið var sem mest fyrr í vikunni, græjaði ég mig upp í kuldagalla og fór út að keyra með spotta. Bæði til að hjálpa bílum sem eru fastir og svo keyra aðeins í sköflunum og komast í smá fjör. Ekki skemmdi fyrir að festa sig og þurfa að moka smá. Það er bara gaman.“ Svali fullyrðir að mikill munur sé á jeppaeiganda og jeppakarli en að hann sjálfur sé í síðarnefnda flokknum. „Fyrir mér er þetta fjölskylduvænt áhugamál sem við félagarnir deilum saman. Jeppinn er ferðatæki sem gerir mér kleift að komast hvert á land sem er, hvernig sem viðrar.“ Svali viðurkennir að dýrt sé að eiga jeppa en hann á sem betur fer góða að sem aðstoða hann í viðhaldi bílsins en samhliða jeppanum á fjölskyldan lítinn Póló sem er notaður í innanbæjarakstur. „Ég fer helst ekki á jeppanum í Kringluna en ég var á litla bílnum um daginn í snjónum og þurfti að moka og moka og mér fannst það alveg jafnt mikið sport.“ Aðspurður hvort hann verði var við öfund frá öðrum bílstjórum í snjónum svarar Svali. „Já, maður hefur alveg heyrt fólk sem tuðar „Þið þarna jeppakarlar“ en þetta er lífstíll og ég er duglegur að koma öðrum til hjálpar í þessu veðri. Stundum fer ég gagngert út til að hjálpa bílstjórum í neyð.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira