Sýndarsamráð við foreldra 26. janúar 2012 06:00 Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar