Sýndarsamráð við foreldra 26. janúar 2012 06:00 Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Frá því að umræður um sameiningu skóla í Grafarvogi hófust hefur að mati íbúa lítið raunverulegt samráð verið haft við þá. Þegar fyrstu hugmyndirnar litu dagsins ljós var meginástæða sameiningarinnar sögð vera fjárhagsleg hagræðing en nú er meiri áhersla lögð á faglegan ávinning. Ekki hefur þó tekist að sannfæra foreldra barna í Hamraskóla, sem eiga frá og með næsta hausti að sækja Foldaskóla, sem heildstæðan safnskóla á unglingastigi, um að þessi markmið náist og þeir eru mjög mótfallnir áformunum. Þeir hafa komið athugasemdum sínum á framfæri á ýmsum vettvangi, m.a. á opnum fundum og í stýrihópi um sameininguna, en á þær hefur ekki verið hlustað. Ástæður þess að foreldrar eru mótfallnir því að leggja niður unglingadeild Hamraskóla eru margvíslegar. Ef skólinn er óhagstæð rekstrareining nú verður hann varla hagkvæmari þegar einungis 7 árgangar verða þar eftir. Þá gæti verið stutt í að skólanum verði bara lokað. Það hefur áhrif á þá sem hafa verið að horfa til þess að flytja í hverfið. Hamraskóli hefur komið best allra skóla í Reykjavík út úr heildstæðu mati á skólastarfi og hefur í því ljósi verið aðdráttarafl fyrir fólk með börn á skólaaldri. Hamraskóli með enga unglingadeild verður það varla. Þegar svo er komið eru breytingarnar farnar að hafa áhrif á alla húseigendur í hverfinu, ekki bara þá sem eiga börn í skólanum. Fasteignaverð gæti lækkað og eignir þyngst í sölu. Strætó gengur ekki inn í Hamrahverfi og hefur ekki gert í nokkur ár. Ekki hafa fengist svör við því hvernig á að bregðast við því, hvort setja eigi á laggirnar skólabíl og hvort hann eigi að ganga fram á kvöld þegar börn í Hamrahverfi eiga að sækja frístundastarf í frístundamiðstöð í Foldaskóla en augljóst er að frístundamiðstöðinni í Hamraskóla verður lokað ef engin er unglingadeildin. Við blasir að umferð úr Hamra- og Bryggjuhverfi yfir í Foldahverfi mun snaraukast ef þrír árgangar úr þessum hverfum þurfa að sækja skóla þar. Þeir sem aka Fjallkonuveg daglega hlakka sjálfsagt ekki til að fá þessa viðbót við umferð þar á álagstímum. Við Hamraskóla er starfrækt deild fyrir einhverf börn. Þau börn þar sem eru að fara yfir á unglingastigið og foreldrar þeirra eru í fullkominni óvissu um hvað tekur við. Festa og öryggi skipta öll börn máli en eru einhverfum börnum lífsnauðsynleg. Velferð þeirra og allra barna í hverfinu er í húfi en fyrirhugaðar breytingar eru til þess fallnar að draga úr henni, flækja líf íbúa hverfisins og draga úr gæðum þess. Foreldrar og aðrir íbúar í Hamrahverfi hafa boðað til opins fundar um framtíð Hamraskóla og Hamrahverfis á sal skólans í kvöld kl. 19.30. Þangað hefur verið boðið embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Íbúar ætla að freista þess að fá svör við spurningum sem enn er ósvarað og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Íbúar eru hvattir til að mæta og standa vörð um velferð barna sinna og framtíð hverfisins síns.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun