Vilja taka upp viðræður við ríkið á ný 23. janúar 2012 06:00 Enn hafa ekki verið að fullu slegnar út af borðinu hugmyndir um að lífeyrissjóðir og mögulega aðrir eignist hlut í Landsvirkjun. Hömlur yrðu þó settar á viðskipti með þá eignarhluti. Fréttablaðið/Vilhelm Lífeyrissjóðirnir hafa enn áhuga á viðræðum við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hefur sagt koma til greina að sjóðirnir kæmu að fjármögnun einstakra verkefna gegn því að eignast hlut í Landsvirkjun sem þeir gætu þó ekki verslað með. „Til dæmis ef þeir vildu koma inn með áhættufé. Þeir gætu þá átt hlut og tekið til sín arð," sagði hún í viðtali í Fréttablaðinu. „Hún er þá að tala um einhvers konar B-bréf," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, og kveður lífeyrissjóðina opna fyrir því að hefja að nýju viðræður við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun eða jafnvel öðrum fyrirtækjum í ríkiseigu. Til skoðunar var að lífeyrissjóðirnir keyptu sig inn í Landsvirkjun og slyppu á móti við sérstaka tímabundna skattlagningu, en ekki náðist saman í þeim viðræðum. „En á síðara stigi kom inn í viðræðurnar að skynsamlegt gæti verið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag, sem þá yrði væntanlega með tvenns konar ákvæðum. Annars vegar væri ríkið með eignarhluta og svo hugsanlega aðrir sem væru heftir þannig að þeir gætu aldrei selt nema innbyrðis í sínum hópi," segir Arnar, en áréttar að um þetta hafi ekki farið fram neinar formlegar viðræður. „Auðvitað væru lífeyrissjóðirnir örugglega opnir fyrir þessum möguleika í langtímafjárfestingu. Við gerum okkur grein fyrir því að eins og aðstæður eru þá eru þessir hlutir ekki til sölu, en einhvern tímann verða menn að setjast niður og skoða þessi mál vel," segir hann. „En ríkið ræður því auðvitað alfarið hvort þessar viðræður verða teknar upp eða ekki." Arnar segir hugmyndina allrar skoðunar virði og telur hana kunna að vera hagstæða fyrir alla hlutaðeigandi. Þannig myndi fjármögnun lífeyrissjóða á verkefnum sem rynni til hlutafjáraukningar Landsvirkjunar verða til þess að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins og þar af leiðandi myndu lánakjör þess batna. olikr@frettabladid.is Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir hafa enn áhuga á viðræðum við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hefur sagt koma til greina að sjóðirnir kæmu að fjármögnun einstakra verkefna gegn því að eignast hlut í Landsvirkjun sem þeir gætu þó ekki verslað með. „Til dæmis ef þeir vildu koma inn með áhættufé. Þeir gætu þá átt hlut og tekið til sín arð," sagði hún í viðtali í Fréttablaðinu. „Hún er þá að tala um einhvers konar B-bréf," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, og kveður lífeyrissjóðina opna fyrir því að hefja að nýju viðræður við ríkið um aðkomu þeirra að Landsvirkjun eða jafnvel öðrum fyrirtækjum í ríkiseigu. Til skoðunar var að lífeyrissjóðirnir keyptu sig inn í Landsvirkjun og slyppu á móti við sérstaka tímabundna skattlagningu, en ekki náðist saman í þeim viðræðum. „En á síðara stigi kom inn í viðræðurnar að skynsamlegt gæti verið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag, sem þá yrði væntanlega með tvenns konar ákvæðum. Annars vegar væri ríkið með eignarhluta og svo hugsanlega aðrir sem væru heftir þannig að þeir gætu aldrei selt nema innbyrðis í sínum hópi," segir Arnar, en áréttar að um þetta hafi ekki farið fram neinar formlegar viðræður. „Auðvitað væru lífeyrissjóðirnir örugglega opnir fyrir þessum möguleika í langtímafjárfestingu. Við gerum okkur grein fyrir því að eins og aðstæður eru þá eru þessir hlutir ekki til sölu, en einhvern tímann verða menn að setjast niður og skoða þessi mál vel," segir hann. „En ríkið ræður því auðvitað alfarið hvort þessar viðræður verða teknar upp eða ekki." Arnar segir hugmyndina allrar skoðunar virði og telur hana kunna að vera hagstæða fyrir alla hlutaðeigandi. Þannig myndi fjármögnun lífeyrissjóða á verkefnum sem rynni til hlutafjáraukningar Landsvirkjunar verða til þess að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins og þar af leiðandi myndu lánakjör þess batna. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent