Erlent

Fjarar undan frumvörpunum

Fjölfræðivefnum Wikipedia var lokað í sólarhring til að mótmæla nýjum lögum um netnotkun. Nú hafa margir þingmenn endurskoðað stöðu sína í málinu.
Fjölfræðivefnum Wikipedia var lokað í sólarhring til að mótmæla nýjum lögum um netnotkun. Nú hafa margir þingmenn endurskoðað stöðu sína í málinu. Nordicphotos/AFP
Stuðningur þingmanna í Bandaríkjunum við tvö umdeild frumvörp sem beinast gegn hugverkaþjófnaði hefur minnkað snarlega eftir öldu mótmæla í vikunni.

BBC greindi frá því í gær að minnst átta þingmenn í báðum deildum þingsins hefðu endurskoðað afstöðu sína. Repúblikaninn Marco Rubio sagði lögin þurfa meiri yfirlegu. Þau þykja vega að tjáningar- og athafnafrelsi netnotenda og mættu andstöðu um heim allan.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×