Hvers vegna byggð í Vatnsmýri? Gísli Marteinn Baldursson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi: Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar er að svara því hvar þetta fólk á að búa. Í grófum dráttum kemur tvennt til greina: Annarsvegar að brjóta nýtt útivistarland undir byggð austan núverandi byggðar í Úlfarsárdal eða Geldingarnesi og hinsvegar að þétta byggðina með því að byggja á landi sem þegar hefur verið brotið undir einhverskonar starfsemi og er innan núverandi byggðar. Langstærsta og best staðsetta landið af þeim toga er Vatnsmýrin. Þegar borgarstjórn ákveður hvort betra sé að þenja byggðina áfram út til austurs eða hvort byggja eigi inn á við þarf að meta ýmsa þætti. Samgöngur eru næst stærsti útgjaldaliður heimilanna í borginni, á eftir húsnæði en á undan matarkörfunni. Kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem myndu búa í nýju hverfi austast í borginni, færu einir á bíl til og frá vinnu. Ferðatími þeirra væri líklega 40 mínútur á dag og kostnaður við það mikill. Kannanir sýna að fólk sem býr nær atvinnukjörnunum ferðast frekar gangandi, hjólandi eða með strætó til og frá vinnu og sparar sér þannig mikla fjármuni, dregur úr umferð á götunum og þar með mengun, hávaða og umferðarslysum. Það felast mikil gæði í hinum frábæru úthverfum okkar austast í borginni, en göngufæri í vinnuna er almennt séð ekki meðal þeirra. Fasteignasalar hafa margsinnis lýst því yfir að mest eftirspurn sé eftir íbúðum á miðlægum svæðum í Reykjavík, og fermetraverð staðfestir það. Vatnsmýrin hefur einnig fengið flest svör þegar borgarbúar eru spurðir á hvaða nýbyggingarsvæðum þeir vildu helst búa. Ef við byggjum í Vatnsmýri erum við að koma til móts við óskir borgarbúa, við styttum ferðatíma í borginni, drögum úr umferð og mengun, gefum fleirum kost á að lækka útgjöld heimilisins til samgöngumála og sköpum líflegt og fallegt borgarumhverfi sem verður borgarbúum og landsmönnum öllum til sóma. Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavíkurflugvelli verði fundinn annar góður staður í eða við Reykjavík, svo allir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höfuðborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi: Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar er að svara því hvar þetta fólk á að búa. Í grófum dráttum kemur tvennt til greina: Annarsvegar að brjóta nýtt útivistarland undir byggð austan núverandi byggðar í Úlfarsárdal eða Geldingarnesi og hinsvegar að þétta byggðina með því að byggja á landi sem þegar hefur verið brotið undir einhverskonar starfsemi og er innan núverandi byggðar. Langstærsta og best staðsetta landið af þeim toga er Vatnsmýrin. Þegar borgarstjórn ákveður hvort betra sé að þenja byggðina áfram út til austurs eða hvort byggja eigi inn á við þarf að meta ýmsa þætti. Samgöngur eru næst stærsti útgjaldaliður heimilanna í borginni, á eftir húsnæði en á undan matarkörfunni. Kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem myndu búa í nýju hverfi austast í borginni, færu einir á bíl til og frá vinnu. Ferðatími þeirra væri líklega 40 mínútur á dag og kostnaður við það mikill. Kannanir sýna að fólk sem býr nær atvinnukjörnunum ferðast frekar gangandi, hjólandi eða með strætó til og frá vinnu og sparar sér þannig mikla fjármuni, dregur úr umferð á götunum og þar með mengun, hávaða og umferðarslysum. Það felast mikil gæði í hinum frábæru úthverfum okkar austast í borginni, en göngufæri í vinnuna er almennt séð ekki meðal þeirra. Fasteignasalar hafa margsinnis lýst því yfir að mest eftirspurn sé eftir íbúðum á miðlægum svæðum í Reykjavík, og fermetraverð staðfestir það. Vatnsmýrin hefur einnig fengið flest svör þegar borgarbúar eru spurðir á hvaða nýbyggingarsvæðum þeir vildu helst búa. Ef við byggjum í Vatnsmýri erum við að koma til móts við óskir borgarbúa, við styttum ferðatíma í borginni, drögum úr umferð og mengun, gefum fleirum kost á að lækka útgjöld heimilisins til samgöngumála og sköpum líflegt og fallegt borgarumhverfi sem verður borgarbúum og landsmönnum öllum til sóma. Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavíkurflugvelli verði fundinn annar góður staður í eða við Reykjavík, svo allir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höfuðborgar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar