Hvers vegna byggð í Vatnsmýri? Gísli Marteinn Baldursson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi: Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar er að svara því hvar þetta fólk á að búa. Í grófum dráttum kemur tvennt til greina: Annarsvegar að brjóta nýtt útivistarland undir byggð austan núverandi byggðar í Úlfarsárdal eða Geldingarnesi og hinsvegar að þétta byggðina með því að byggja á landi sem þegar hefur verið brotið undir einhverskonar starfsemi og er innan núverandi byggðar. Langstærsta og best staðsetta landið af þeim toga er Vatnsmýrin. Þegar borgarstjórn ákveður hvort betra sé að þenja byggðina áfram út til austurs eða hvort byggja eigi inn á við þarf að meta ýmsa þætti. Samgöngur eru næst stærsti útgjaldaliður heimilanna í borginni, á eftir húsnæði en á undan matarkörfunni. Kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem myndu búa í nýju hverfi austast í borginni, færu einir á bíl til og frá vinnu. Ferðatími þeirra væri líklega 40 mínútur á dag og kostnaður við það mikill. Kannanir sýna að fólk sem býr nær atvinnukjörnunum ferðast frekar gangandi, hjólandi eða með strætó til og frá vinnu og sparar sér þannig mikla fjármuni, dregur úr umferð á götunum og þar með mengun, hávaða og umferðarslysum. Það felast mikil gæði í hinum frábæru úthverfum okkar austast í borginni, en göngufæri í vinnuna er almennt séð ekki meðal þeirra. Fasteignasalar hafa margsinnis lýst því yfir að mest eftirspurn sé eftir íbúðum á miðlægum svæðum í Reykjavík, og fermetraverð staðfestir það. Vatnsmýrin hefur einnig fengið flest svör þegar borgarbúar eru spurðir á hvaða nýbyggingarsvæðum þeir vildu helst búa. Ef við byggjum í Vatnsmýri erum við að koma til móts við óskir borgarbúa, við styttum ferðatíma í borginni, drögum úr umferð og mengun, gefum fleirum kost á að lækka útgjöld heimilisins til samgöngumála og sköpum líflegt og fallegt borgarumhverfi sem verður borgarbúum og landsmönnum öllum til sóma. Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavíkurflugvelli verði fundinn annar góður staður í eða við Reykjavík, svo allir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höfuðborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi: Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar er að svara því hvar þetta fólk á að búa. Í grófum dráttum kemur tvennt til greina: Annarsvegar að brjóta nýtt útivistarland undir byggð austan núverandi byggðar í Úlfarsárdal eða Geldingarnesi og hinsvegar að þétta byggðina með því að byggja á landi sem þegar hefur verið brotið undir einhverskonar starfsemi og er innan núverandi byggðar. Langstærsta og best staðsetta landið af þeim toga er Vatnsmýrin. Þegar borgarstjórn ákveður hvort betra sé að þenja byggðina áfram út til austurs eða hvort byggja eigi inn á við þarf að meta ýmsa þætti. Samgöngur eru næst stærsti útgjaldaliður heimilanna í borginni, á eftir húsnæði en á undan matarkörfunni. Kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem myndu búa í nýju hverfi austast í borginni, færu einir á bíl til og frá vinnu. Ferðatími þeirra væri líklega 40 mínútur á dag og kostnaður við það mikill. Kannanir sýna að fólk sem býr nær atvinnukjörnunum ferðast frekar gangandi, hjólandi eða með strætó til og frá vinnu og sparar sér þannig mikla fjármuni, dregur úr umferð á götunum og þar með mengun, hávaða og umferðarslysum. Það felast mikil gæði í hinum frábæru úthverfum okkar austast í borginni, en göngufæri í vinnuna er almennt séð ekki meðal þeirra. Fasteignasalar hafa margsinnis lýst því yfir að mest eftirspurn sé eftir íbúðum á miðlægum svæðum í Reykjavík, og fermetraverð staðfestir það. Vatnsmýrin hefur einnig fengið flest svör þegar borgarbúar eru spurðir á hvaða nýbyggingarsvæðum þeir vildu helst búa. Ef við byggjum í Vatnsmýri erum við að koma til móts við óskir borgarbúa, við styttum ferðatíma í borginni, drögum úr umferð og mengun, gefum fleirum kost á að lækka útgjöld heimilisins til samgöngumála og sköpum líflegt og fallegt borgarumhverfi sem verður borgarbúum og landsmönnum öllum til sóma. Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavíkurflugvelli verði fundinn annar góður staður í eða við Reykjavík, svo allir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höfuðborgar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar