Hvers vegna byggð í Vatnsmýri? Gísli Marteinn Baldursson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi: Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar er að svara því hvar þetta fólk á að búa. Í grófum dráttum kemur tvennt til greina: Annarsvegar að brjóta nýtt útivistarland undir byggð austan núverandi byggðar í Úlfarsárdal eða Geldingarnesi og hinsvegar að þétta byggðina með því að byggja á landi sem þegar hefur verið brotið undir einhverskonar starfsemi og er innan núverandi byggðar. Langstærsta og best staðsetta landið af þeim toga er Vatnsmýrin. Þegar borgarstjórn ákveður hvort betra sé að þenja byggðina áfram út til austurs eða hvort byggja eigi inn á við þarf að meta ýmsa þætti. Samgöngur eru næst stærsti útgjaldaliður heimilanna í borginni, á eftir húsnæði en á undan matarkörfunni. Kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem myndu búa í nýju hverfi austast í borginni, færu einir á bíl til og frá vinnu. Ferðatími þeirra væri líklega 40 mínútur á dag og kostnaður við það mikill. Kannanir sýna að fólk sem býr nær atvinnukjörnunum ferðast frekar gangandi, hjólandi eða með strætó til og frá vinnu og sparar sér þannig mikla fjármuni, dregur úr umferð á götunum og þar með mengun, hávaða og umferðarslysum. Það felast mikil gæði í hinum frábæru úthverfum okkar austast í borginni, en göngufæri í vinnuna er almennt séð ekki meðal þeirra. Fasteignasalar hafa margsinnis lýst því yfir að mest eftirspurn sé eftir íbúðum á miðlægum svæðum í Reykjavík, og fermetraverð staðfestir það. Vatnsmýrin hefur einnig fengið flest svör þegar borgarbúar eru spurðir á hvaða nýbyggingarsvæðum þeir vildu helst búa. Ef við byggjum í Vatnsmýri erum við að koma til móts við óskir borgarbúa, við styttum ferðatíma í borginni, drögum úr umferð og mengun, gefum fleirum kost á að lækka útgjöld heimilisins til samgöngumála og sköpum líflegt og fallegt borgarumhverfi sem verður borgarbúum og landsmönnum öllum til sóma. Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavíkurflugvelli verði fundinn annar góður staður í eða við Reykjavík, svo allir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höfuðborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að við sem viljum fá blandaða byggð í Vatnsmýrina í Reykjavík, séum sérstakir andstæðingar innanlandsflugsins eða jafnvel landsbyggðarinnar. Ekkert er fjær sanni. Ástæða þess að yfirgnæfandi meirihluti borgarstjórnar vill fá Vatnsmýrina undir byggingarland er eftirfarandi: Á næstu 20 árum mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund manns, samkvæmt spám. Mikilvægasta verkefni borgarstjórnar er að svara því hvar þetta fólk á að búa. Í grófum dráttum kemur tvennt til greina: Annarsvegar að brjóta nýtt útivistarland undir byggð austan núverandi byggðar í Úlfarsárdal eða Geldingarnesi og hinsvegar að þétta byggðina með því að byggja á landi sem þegar hefur verið brotið undir einhverskonar starfsemi og er innan núverandi byggðar. Langstærsta og best staðsetta landið af þeim toga er Vatnsmýrin. Þegar borgarstjórn ákveður hvort betra sé að þenja byggðina áfram út til austurs eða hvort byggja eigi inn á við þarf að meta ýmsa þætti. Samgöngur eru næst stærsti útgjaldaliður heimilanna í borginni, á eftir húsnæði en á undan matarkörfunni. Kannanir sýna að yfir 70% þeirra sem myndu búa í nýju hverfi austast í borginni, færu einir á bíl til og frá vinnu. Ferðatími þeirra væri líklega 40 mínútur á dag og kostnaður við það mikill. Kannanir sýna að fólk sem býr nær atvinnukjörnunum ferðast frekar gangandi, hjólandi eða með strætó til og frá vinnu og sparar sér þannig mikla fjármuni, dregur úr umferð á götunum og þar með mengun, hávaða og umferðarslysum. Það felast mikil gæði í hinum frábæru úthverfum okkar austast í borginni, en göngufæri í vinnuna er almennt séð ekki meðal þeirra. Fasteignasalar hafa margsinnis lýst því yfir að mest eftirspurn sé eftir íbúðum á miðlægum svæðum í Reykjavík, og fermetraverð staðfestir það. Vatnsmýrin hefur einnig fengið flest svör þegar borgarbúar eru spurðir á hvaða nýbyggingarsvæðum þeir vildu helst búa. Ef við byggjum í Vatnsmýri erum við að koma til móts við óskir borgarbúa, við styttum ferðatíma í borginni, drögum úr umferð og mengun, gefum fleirum kost á að lækka útgjöld heimilisins til samgöngumála og sköpum líflegt og fallegt borgarumhverfi sem verður borgarbúum og landsmönnum öllum til sóma. Þetta er ástæðan fyrir því að ég og fleiri viljum að Reykjavíkurflugvelli verði fundinn annar góður staður í eða við Reykjavík, svo allir landsmenn geti notið öflugrar, þéttrar og skemmtilegrar höfuðborgar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun