Syndir Geirs og drengskapur þingmanna Markús Möller skrifar 19. janúar 2012 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um hætta við að láta Geir Haarde bera syndir bankahrunsins – einan. Einhverjir þingmenn VG hafa snúist eða horfið af þingi og aðrir séð sig um hönd. Heyrast þá ekki hljóð úr Samfylkingunni að það væri stílbrot ef þessi fyrsta beiting landsdómslaganna yrði slegin af á Alþingi, og það sé auk þess betra fyrir sakborninginn að ganga sín svipugöng og verja sig en liggja ævilangt undir ámæli. Vegna þess fyrra hafa þó margir bent á að landsdómslögin séu úrelt og helst fallin til að eitra andrúmsloftið í stjórnmálum, en skynsamlegra að meðhöndla brot í embætti í hinu almenna réttarkerfi. Stílhyggja af ofangreindu tagi er líka merkileg í þingflokki sem afgreiddi bankahrunið með því að fría sinn bankamálaráðherra (sem má ganga laus – fyrir mér) en ákæra forsætisráðherrann, sem var þó á þönum allt árið 2008 að reyna að bjarga. Íslenska ríkisstjórnin var á þessum tíma ekki fjölskipað stjórnvald, heldur bar hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki. Hið seinna, þroskun með hirtingu, hljómar eins og kynningarmyndband fyrir Abu Ghraib: Kannski þeir vatnsbrettuðu hafi bara fengið einstök tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Samfylkingunni til upplýsingar kvað það þó vera almenn afstaða fólks að vilja ekki láta berja sig, jafnvel þótt höggin séu greidd í uppbyggilegum tilgangi. Ég veit ekki til að refsingar hafi nema tvenns konar tilgang ef grannt er skoðað, forvarnir og bætur. Bótagildi þess að senda mann í steininn fyrir að hafa lagt sig allan fram en mistekist, er ekkert. Forvarnargildið er þegar orðið kappnóg, embættismissir og stjórnmálaferill í rúst. Þá stendur eftir hvort þingheimur getur ekki leyft sér að sýna drengskap og þjösnast ekki frekar á manni sem vann af öllu afli og gerði sitt besta þótt hann biði ósigur, manni sem ég veit ekki til að hafi lagt illt til nokkurrar manneskju. Ef slíkur drengskapur er af skornum skammti á Alþingi þá er varla við því að búast að þrautagöngu íslenskrar þjóðar ljúki í bráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um hætta við að láta Geir Haarde bera syndir bankahrunsins – einan. Einhverjir þingmenn VG hafa snúist eða horfið af þingi og aðrir séð sig um hönd. Heyrast þá ekki hljóð úr Samfylkingunni að það væri stílbrot ef þessi fyrsta beiting landsdómslaganna yrði slegin af á Alþingi, og það sé auk þess betra fyrir sakborninginn að ganga sín svipugöng og verja sig en liggja ævilangt undir ámæli. Vegna þess fyrra hafa þó margir bent á að landsdómslögin séu úrelt og helst fallin til að eitra andrúmsloftið í stjórnmálum, en skynsamlegra að meðhöndla brot í embætti í hinu almenna réttarkerfi. Stílhyggja af ofangreindu tagi er líka merkileg í þingflokki sem afgreiddi bankahrunið með því að fría sinn bankamálaráðherra (sem má ganga laus – fyrir mér) en ákæra forsætisráðherrann, sem var þó á þönum allt árið 2008 að reyna að bjarga. Íslenska ríkisstjórnin var á þessum tíma ekki fjölskipað stjórnvald, heldur bar hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki. Hið seinna, þroskun með hirtingu, hljómar eins og kynningarmyndband fyrir Abu Ghraib: Kannski þeir vatnsbrettuðu hafi bara fengið einstök tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Samfylkingunni til upplýsingar kvað það þó vera almenn afstaða fólks að vilja ekki láta berja sig, jafnvel þótt höggin séu greidd í uppbyggilegum tilgangi. Ég veit ekki til að refsingar hafi nema tvenns konar tilgang ef grannt er skoðað, forvarnir og bætur. Bótagildi þess að senda mann í steininn fyrir að hafa lagt sig allan fram en mistekist, er ekkert. Forvarnargildið er þegar orðið kappnóg, embættismissir og stjórnmálaferill í rúst. Þá stendur eftir hvort þingheimur getur ekki leyft sér að sýna drengskap og þjösnast ekki frekar á manni sem vann af öllu afli og gerði sitt besta þótt hann biði ósigur, manni sem ég veit ekki til að hafi lagt illt til nokkurrar manneskju. Ef slíkur drengskapur er af skornum skammti á Alþingi þá er varla við því að búast að þrautagöngu íslenskrar þjóðar ljúki í bráð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar