Taflmeistarar ólíkra tíma Árni Bergmann skrifar 12. janúar 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um framboð til eða fráhvarf frá forsetaembætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræðingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessastöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur. Nú eru ýmsir að spá því að Ólafur Ragnar vilji tefla svo, að á enhverjum tímapunkti verði efnt til mikillar herferðar meðal íslenskrar þjóðar til að skora á hann að sitja áfram í embætti - hvað sem hann svo gerir við þær áskoranir. Í því samhengi má ekki gleyma því að Ólafur Ragnar hefur jafnan haft mikinn áhuga á ævisögum mikilmenna og því er freistandi að skoða þær ýmsar ef þar mætti finna mynstur í pólitískri hegðun sem hann kynni að máta sig við. Og þá mætti til dæmis nefna snilldartaflmennsku Ívans keisara hins grimma í Moskvu á ofanverðri sextándu öld. Ívan hafði ríkt um hríð og átti í basli við ýmsa höfðingja sem vildu ráða einhverju líka sem og kirkjuna sem bað þeim stundum vægðar sem hann vildi losna við. Hann átti sumsé við að glíma ýmsar hömlur eða hindranir í embætti þjóðhöfðingja, eins og nú myndi sagt. Þá bregður Ívan á það ráð að segja af sér höfðingdómi, ég er hættur að stjórna þessum þvermóðskufulla lýð, sagði hann, hættur og farinn. Og hann yfirgaf höfuðborg sína Moskvu með lítilli hirð og settist að í plássi sem heitir Alexandrovskaja sloboda. Nú greip skelfing mikil um sig meðal lýðsins í Moskvu, ekkert fannst mönnum, segir sagnfræðingurinn Karamzin, verra en höfðingjaleysi. Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlenskum, hvernig getur hjörð verið án hirðis? Og svo fór að biskupar og bojarar, kaupmenn og borgarar aðrir gerðu út sendinefnd til Ívans. Þeir menn slógu ennum í gólf, eins og sagt var þá, grátbiðjandi Ívan um að yfirgefa þá ekki. Ívan lét þá engjast um hríð, en eftir dágóða umhugsun tilkynnti hann að hann mundi láta svo lítið að snúa aftur til Moskvu og taka við embætti. En - það mundi hann gera með vissum skilyrðum. Skilyrðin voru þau, að héðan í frá yrðu engar hömlur settar á hann í hans háa embætti, hann mætti gera hvað sem honum sýndist. Og var það samþykkt. Þetta var um áramótin 1564-1565. Og nú eru aðrir tímar, eins og skáldið sagði. En bæði er að taflmennska er gömul og vel æfð íþrótt og svo má svo vel sé vitna í skarpan Fransmann sem fyrir um 200 árum sagði: „Því meir sem allt breytist því meir fáum við af því sama”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um framboð til eða fráhvarf frá forsetaembætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræðingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessastöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur. Nú eru ýmsir að spá því að Ólafur Ragnar vilji tefla svo, að á enhverjum tímapunkti verði efnt til mikillar herferðar meðal íslenskrar þjóðar til að skora á hann að sitja áfram í embætti - hvað sem hann svo gerir við þær áskoranir. Í því samhengi má ekki gleyma því að Ólafur Ragnar hefur jafnan haft mikinn áhuga á ævisögum mikilmenna og því er freistandi að skoða þær ýmsar ef þar mætti finna mynstur í pólitískri hegðun sem hann kynni að máta sig við. Og þá mætti til dæmis nefna snilldartaflmennsku Ívans keisara hins grimma í Moskvu á ofanverðri sextándu öld. Ívan hafði ríkt um hríð og átti í basli við ýmsa höfðingja sem vildu ráða einhverju líka sem og kirkjuna sem bað þeim stundum vægðar sem hann vildi losna við. Hann átti sumsé við að glíma ýmsar hömlur eða hindranir í embætti þjóðhöfðingja, eins og nú myndi sagt. Þá bregður Ívan á það ráð að segja af sér höfðingdómi, ég er hættur að stjórna þessum þvermóðskufulla lýð, sagði hann, hættur og farinn. Og hann yfirgaf höfuðborg sína Moskvu með lítilli hirð og settist að í plássi sem heitir Alexandrovskaja sloboda. Nú greip skelfing mikil um sig meðal lýðsins í Moskvu, ekkert fannst mönnum, segir sagnfræðingurinn Karamzin, verra en höfðingjaleysi. Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlenskum, hvernig getur hjörð verið án hirðis? Og svo fór að biskupar og bojarar, kaupmenn og borgarar aðrir gerðu út sendinefnd til Ívans. Þeir menn slógu ennum í gólf, eins og sagt var þá, grátbiðjandi Ívan um að yfirgefa þá ekki. Ívan lét þá engjast um hríð, en eftir dágóða umhugsun tilkynnti hann að hann mundi láta svo lítið að snúa aftur til Moskvu og taka við embætti. En - það mundi hann gera með vissum skilyrðum. Skilyrðin voru þau, að héðan í frá yrðu engar hömlur settar á hann í hans háa embætti, hann mætti gera hvað sem honum sýndist. Og var það samþykkt. Þetta var um áramótin 1564-1565. Og nú eru aðrir tímar, eins og skáldið sagði. En bæði er að taflmennska er gömul og vel æfð íþrótt og svo má svo vel sé vitna í skarpan Fransmann sem fyrir um 200 árum sagði: „Því meir sem allt breytist því meir fáum við af því sama”.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun