Taflmeistarar ólíkra tíma Árni Bergmann skrifar 12. janúar 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um framboð til eða fráhvarf frá forsetaembætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræðingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessastöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur. Nú eru ýmsir að spá því að Ólafur Ragnar vilji tefla svo, að á enhverjum tímapunkti verði efnt til mikillar herferðar meðal íslenskrar þjóðar til að skora á hann að sitja áfram í embætti - hvað sem hann svo gerir við þær áskoranir. Í því samhengi má ekki gleyma því að Ólafur Ragnar hefur jafnan haft mikinn áhuga á ævisögum mikilmenna og því er freistandi að skoða þær ýmsar ef þar mætti finna mynstur í pólitískri hegðun sem hann kynni að máta sig við. Og þá mætti til dæmis nefna snilldartaflmennsku Ívans keisara hins grimma í Moskvu á ofanverðri sextándu öld. Ívan hafði ríkt um hríð og átti í basli við ýmsa höfðingja sem vildu ráða einhverju líka sem og kirkjuna sem bað þeim stundum vægðar sem hann vildi losna við. Hann átti sumsé við að glíma ýmsar hömlur eða hindranir í embætti þjóðhöfðingja, eins og nú myndi sagt. Þá bregður Ívan á það ráð að segja af sér höfðingdómi, ég er hættur að stjórna þessum þvermóðskufulla lýð, sagði hann, hættur og farinn. Og hann yfirgaf höfuðborg sína Moskvu með lítilli hirð og settist að í plássi sem heitir Alexandrovskaja sloboda. Nú greip skelfing mikil um sig meðal lýðsins í Moskvu, ekkert fannst mönnum, segir sagnfræðingurinn Karamzin, verra en höfðingjaleysi. Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlenskum, hvernig getur hjörð verið án hirðis? Og svo fór að biskupar og bojarar, kaupmenn og borgarar aðrir gerðu út sendinefnd til Ívans. Þeir menn slógu ennum í gólf, eins og sagt var þá, grátbiðjandi Ívan um að yfirgefa þá ekki. Ívan lét þá engjast um hríð, en eftir dágóða umhugsun tilkynnti hann að hann mundi láta svo lítið að snúa aftur til Moskvu og taka við embætti. En - það mundi hann gera með vissum skilyrðum. Skilyrðin voru þau, að héðan í frá yrðu engar hömlur settar á hann í hans háa embætti, hann mætti gera hvað sem honum sýndist. Og var það samþykkt. Þetta var um áramótin 1564-1565. Og nú eru aðrir tímar, eins og skáldið sagði. En bæði er að taflmennska er gömul og vel æfð íþrótt og svo má svo vel sé vitna í skarpan Fransmann sem fyrir um 200 árum sagði: „Því meir sem allt breytist því meir fáum við af því sama”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um framboð til eða fráhvarf frá forsetaembætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræðingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessastöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur. Nú eru ýmsir að spá því að Ólafur Ragnar vilji tefla svo, að á enhverjum tímapunkti verði efnt til mikillar herferðar meðal íslenskrar þjóðar til að skora á hann að sitja áfram í embætti - hvað sem hann svo gerir við þær áskoranir. Í því samhengi má ekki gleyma því að Ólafur Ragnar hefur jafnan haft mikinn áhuga á ævisögum mikilmenna og því er freistandi að skoða þær ýmsar ef þar mætti finna mynstur í pólitískri hegðun sem hann kynni að máta sig við. Og þá mætti til dæmis nefna snilldartaflmennsku Ívans keisara hins grimma í Moskvu á ofanverðri sextándu öld. Ívan hafði ríkt um hríð og átti í basli við ýmsa höfðingja sem vildu ráða einhverju líka sem og kirkjuna sem bað þeim stundum vægðar sem hann vildi losna við. Hann átti sumsé við að glíma ýmsar hömlur eða hindranir í embætti þjóðhöfðingja, eins og nú myndi sagt. Þá bregður Ívan á það ráð að segja af sér höfðingdómi, ég er hættur að stjórna þessum þvermóðskufulla lýð, sagði hann, hættur og farinn. Og hann yfirgaf höfuðborg sína Moskvu með lítilli hirð og settist að í plássi sem heitir Alexandrovskaja sloboda. Nú greip skelfing mikil um sig meðal lýðsins í Moskvu, ekkert fannst mönnum, segir sagnfræðingurinn Karamzin, verra en höfðingjaleysi. Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlenskum, hvernig getur hjörð verið án hirðis? Og svo fór að biskupar og bojarar, kaupmenn og borgarar aðrir gerðu út sendinefnd til Ívans. Þeir menn slógu ennum í gólf, eins og sagt var þá, grátbiðjandi Ívan um að yfirgefa þá ekki. Ívan lét þá engjast um hríð, en eftir dágóða umhugsun tilkynnti hann að hann mundi láta svo lítið að snúa aftur til Moskvu og taka við embætti. En - það mundi hann gera með vissum skilyrðum. Skilyrðin voru þau, að héðan í frá yrðu engar hömlur settar á hann í hans háa embætti, hann mætti gera hvað sem honum sýndist. Og var það samþykkt. Þetta var um áramótin 1564-1565. Og nú eru aðrir tímar, eins og skáldið sagði. En bæði er að taflmennska er gömul og vel æfð íþrótt og svo má svo vel sé vitna í skarpan Fransmann sem fyrir um 200 árum sagði: „Því meir sem allt breytist því meir fáum við af því sama”.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar