Rísandi stjarna í tónlistinni 12. janúar 2012 21:00 Nýrrar plötu Lönu Del Rey, Born to Die, er beðið með mikilli eftirvæntingu. nordicphotos/getty Nýrrar plötu Lönu Del Rey hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Flestir telja að þessi bandaríska söngkona muni slá rækilega í gegn á þessu ári. Enska söngkonan Adele var á allra vörum á síðasta ári en núna hefur sviðsljósinu verið beint að Lönu Del Rey, bandarískri söngkonu sem vill láta kalla sig glæpakvendisútgáfuna af Nancy Sinatra. Önnur plata hennar, Born To Die, er hennar fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Stranger Records, undirfyrirtækis Interscope Records sem er í eigu Universal Music Group. Hún kemur út í lok mánaðarins og telja helstu markaðs- og tónlistarsérfræðingar að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur á árinu. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Video Games, kom út síðasta sumar og samdi hún það sjálf með aðstoð lagahöfundarins Justins Parker. Það náði níunda sæti breska smáskífulistans og sumir töldu það eitt af lögum ársins. Seiðandi og frekar dimm rödd Del Rey var öðruvísi en annað sem var í gangi og í nýlegu viðtali sagðist hún hafa ákveðið að syngja lagið með dýpri tón til að vekja meiri athygli hlustenda sinna. Myndbandinu við lagið leikstýrði hún sjálf og klippti og síðan það birtist fyrst á Youtube hafa tæpar átján milljónir manna skoðað það, sem segir sitthvað um vinsældir söngkonunnar. Lana Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Grant, fæddist í New York-fylki í júní 1986. Hún ólst upp í smábænum Lake Placid en átján ára flutti hún til New York-borgar. Faðir hennar er milljarðamæringurinn Rob Grant og það var starfsfólk á vegum hans sem fann upp listamannsnafnið Lana Del Rey því það þótti henta tónlist hennar vel. Fyrsta plata hennar, Lana Del Ray, kom út í janúar 2010 og naut hún aðstoðar föður síns við markaðssetninguna. Útgáfan vakti minni athygli en vonir stóðu til en Del Rey var ekki af baki dottin. Hún sneri aftur með nýja ímynd, kynþokkafyllri, klædd í anda sjöunda áratugarins og með betri lög í farteskinu. Þetta virkaði og að undanförnu hefur andlit hennar prýtt forsíðu hvers tímaritsins á fætur öðru, þar á meðal tímaritsins Q. Breska tónlistartímaritið valdi hana einnig björtustu von ársins 2012, auk þess sem ein stærsta fyrirsætuskrifstofa heims, Next, gerði við hana fyrirsætusamning. Ljóst er að framtíð Lönu Del Ray er björt og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar í framtíðinni. freyr@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Nýrrar plötu Lönu Del Rey hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Flestir telja að þessi bandaríska söngkona muni slá rækilega í gegn á þessu ári. Enska söngkonan Adele var á allra vörum á síðasta ári en núna hefur sviðsljósinu verið beint að Lönu Del Rey, bandarískri söngkonu sem vill láta kalla sig glæpakvendisútgáfuna af Nancy Sinatra. Önnur plata hennar, Born To Die, er hennar fyrsta hjá útgáfufyrirtækinu Stranger Records, undirfyrirtækis Interscope Records sem er í eigu Universal Music Group. Hún kemur út í lok mánaðarins og telja helstu markaðs- og tónlistarsérfræðingar að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur á árinu. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, Video Games, kom út síðasta sumar og samdi hún það sjálf með aðstoð lagahöfundarins Justins Parker. Það náði níunda sæti breska smáskífulistans og sumir töldu það eitt af lögum ársins. Seiðandi og frekar dimm rödd Del Rey var öðruvísi en annað sem var í gangi og í nýlegu viðtali sagðist hún hafa ákveðið að syngja lagið með dýpri tón til að vekja meiri athygli hlustenda sinna. Myndbandinu við lagið leikstýrði hún sjálf og klippti og síðan það birtist fyrst á Youtube hafa tæpar átján milljónir manna skoðað það, sem segir sitthvað um vinsældir söngkonunnar. Lana Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Grant, fæddist í New York-fylki í júní 1986. Hún ólst upp í smábænum Lake Placid en átján ára flutti hún til New York-borgar. Faðir hennar er milljarðamæringurinn Rob Grant og það var starfsfólk á vegum hans sem fann upp listamannsnafnið Lana Del Rey því það þótti henta tónlist hennar vel. Fyrsta plata hennar, Lana Del Ray, kom út í janúar 2010 og naut hún aðstoðar föður síns við markaðssetninguna. Útgáfan vakti minni athygli en vonir stóðu til en Del Rey var ekki af baki dottin. Hún sneri aftur með nýja ímynd, kynþokkafyllri, klædd í anda sjöunda áratugarins og með betri lög í farteskinu. Þetta virkaði og að undanförnu hefur andlit hennar prýtt forsíðu hvers tímaritsins á fætur öðru, þar á meðal tímaritsins Q. Breska tónlistartímaritið valdi hana einnig björtustu von ársins 2012, auk þess sem ein stærsta fyrirsætuskrifstofa heims, Next, gerði við hana fyrirsætusamning. Ljóst er að framtíð Lönu Del Ray er björt og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar í framtíðinni. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira