Hátt í tvö hundruð keppa um tíu sæti í leiklistarnámi 12. janúar 2012 10:00 Hátt í 200 umsóknir bárust í leiklistardeild Listaháskólans en þessa dagana fara fram inntökupróf. Stefán Jónsson, fagstjóri deildarinnar, gleðst yfir miklum áhuga. Umsóknarferlið skiptist í þrjú þrep og lýkur í lok mánaðarins. „Það eru ansi margir umsækjendur í ár en við höfum svo sem séð álíka háar tölur áður. Þetta er hins vegar góð þróun og gott að aðsóknin í listina fari hækkandi með hverju ári,“ segir Stefán Jónsson, leikari og fagstjóri leiklistardeildar Listaháskóla Íslands, en í ár bárust um 173 umsóknir í leiklistardeild skólans. Þónokkur handagangur er í öskjunni innan skólans þessa dagana en nú fara fram hin margumtöluðu inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans og vongóðir umsækjendur bíða í röðum. Inntökuprófin fara fram á tveggja ára fresti og eru umsækjendur á aldursbilinu 19-25 ára. Fyrsta þrepi umsóknarferlisins lauk í gær og í gærkvöldi fengu umsækjendur að vita hverjir færu áfram á annað þrepið en inntökuprófunum í skólann er skipt niður í þrjú þrep. Um 60 komast áfram í annað þrep og að lokum eru 20 manns í síðasta þrepinu en 8-10 manns fá að lokum inngöngu í skólann. Inntökuprófið samanstendur af líkams-, radd- og dansæfingum, viðtölum, einleikjum og hópverkefnum. Einnig fær hver og einn umsækjandi viðtal með dómnefndinni. „Þetta gengur sinn vanagang og inntökuferlið er ávallt í föstum skorðum,“ segir Stefán en hann situr ekki í dómnefnd að þessu sinni. „Ég er búinn að vera í þessu svo mörgum sinnum og svo dregur maður sig í hlé ef maður hefur einhverjar nánar tengingar inn í umsækjendahópinn,“ segir Stefán en vill ekki fara nánar út í þau mál. Dómnefndina að þessu sinni skipa Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti leiklistardeildar, Una Þorleifsdóttir aðjúnkt sviðslistar, Guðjón Pedersen, fyrrum leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, Snorri Engilbertsson, fulltrúi nemenda, og Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Umsóknarferlinu lýkur í lok mánaðarins og verður þá ljóst hvaða einstaklingar komast inn í þetta eftirsótta nám. Há tala umsækjenda í ár viðist vera í takt við þá þróun sem hefur verið undanfarið en árið 2010 voru umsækjendur 164 talsins. „Ég vil meina að þessi tala sé í takt við það sem hefur verið að gerast í kjölfar kreppunnar, fólk sækir frekar á náðir háskólanna. Einnig vona ég að þetta sé kannski ávísun um að gildismatið í samfélaginu sé að breytast, að unga fólkið sé nú að taka listirnar fram yfir fjármálamenntunina.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Það eru ansi margir umsækjendur í ár en við höfum svo sem séð álíka háar tölur áður. Þetta er hins vegar góð þróun og gott að aðsóknin í listina fari hækkandi með hverju ári,“ segir Stefán Jónsson, leikari og fagstjóri leiklistardeildar Listaháskóla Íslands, en í ár bárust um 173 umsóknir í leiklistardeild skólans. Þónokkur handagangur er í öskjunni innan skólans þessa dagana en nú fara fram hin margumtöluðu inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans og vongóðir umsækjendur bíða í röðum. Inntökuprófin fara fram á tveggja ára fresti og eru umsækjendur á aldursbilinu 19-25 ára. Fyrsta þrepi umsóknarferlisins lauk í gær og í gærkvöldi fengu umsækjendur að vita hverjir færu áfram á annað þrepið en inntökuprófunum í skólann er skipt niður í þrjú þrep. Um 60 komast áfram í annað þrep og að lokum eru 20 manns í síðasta þrepinu en 8-10 manns fá að lokum inngöngu í skólann. Inntökuprófið samanstendur af líkams-, radd- og dansæfingum, viðtölum, einleikjum og hópverkefnum. Einnig fær hver og einn umsækjandi viðtal með dómnefndinni. „Þetta gengur sinn vanagang og inntökuferlið er ávallt í föstum skorðum,“ segir Stefán en hann situr ekki í dómnefnd að þessu sinni. „Ég er búinn að vera í þessu svo mörgum sinnum og svo dregur maður sig í hlé ef maður hefur einhverjar nánar tengingar inn í umsækjendahópinn,“ segir Stefán en vill ekki fara nánar út í þau mál. Dómnefndina að þessu sinni skipa Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti leiklistardeildar, Una Þorleifsdóttir aðjúnkt sviðslistar, Guðjón Pedersen, fyrrum leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, Snorri Engilbertsson, fulltrúi nemenda, og Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Umsóknarferlinu lýkur í lok mánaðarins og verður þá ljóst hvaða einstaklingar komast inn í þetta eftirsótta nám. Há tala umsækjenda í ár viðist vera í takt við þá þróun sem hefur verið undanfarið en árið 2010 voru umsækjendur 164 talsins. „Ég vil meina að þessi tala sé í takt við það sem hefur verið að gerast í kjölfar kreppunnar, fólk sækir frekar á náðir háskólanna. Einnig vona ég að þetta sé kannski ávísun um að gildismatið í samfélaginu sé að breytast, að unga fólkið sé nú að taka listirnar fram yfir fjármálamenntunina.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira