Endurkoma Prúðuleikara fær ótrúlegar viðtökur 12. janúar 2012 16:00 Fyrsta Prúðuleikara-myndin í tólf ár, The Muppets, verður frumsýnd hér á landi um helgina. Hún hefur verið gagnrýnd af bandarískum íhaldsmönnum fyrir kommúnisma og öfga-umhverfisvernd á meðan gagnrýnendur og áhorfendur hafa lýst yfir einskærri ást sinni á þessum höfuðpersónum hins sáluga Jim Henson. The Muppets er sjöunda kvikmyndin um Prúðuleikarana sem ratar á hvíta tjaldið. Að þessu sinni njóta þeir lífsins lystisemda þegar þráðurinn er tekinn upp, Svínka stýrir tískutímariti, Kermit sleikir sólina í villu sinni og Dýri er kominn í reiðimeðferð fyrir fræga fólkið. Þegar þrír aðdáendur Prúðuleikaranna komast að því að hinn illi Tex Richman ætli sér að rífa hið fornfræga Prúðuleikhús og bora fyrir olíu verða þeir að sameina gengið fræga og fá þá til að berjast gegn illvirkjum olíubarónsins. The Muppets-myndin er að mestu leyti hugmynd og hugarverk gamanleikarans Jason Segel sem margir ættu að kannast við úr How I Met Your Mother-gamanþáttunum og kvikmyndinni Forgetting Sarah Marsall. Hann kynnti forsvarsmönnum Disney hugmynd sína um að endurvekja brúðurnar snemma árs 2008 en Disney hafði þá ekki framleitt Prúðuleikaramynd frá því að Muppet Treasure Island var frumsýnd árið 1996 (hún fékk misjafnar viðtökur og slappa aðsókn). Disney leist vel á hugmyndina og veitti honum styrk til að þróa handrit og Variety greindi frá því að samningar hefðu náðst í mars það sama ár. Fyrsta uppkasti var skilað inn á skrifstofur framleiðsludeildarinnar í júní og fljótlega eftir það fór boltinn að rúlla. Snemma varð ljóst að Segel myndi leika eitt aðalhlutverkanna en meðhöfundur hans að handritinu, Nicholas Stoller, átti að leikstýra. Hins vegar var fallið frá þeirri hugmynd og James Bobin fenginn til að taka það hlutverk að sér. Hann hafði leikstýrt gamanþáttum fyrir gríntvíeykið The Flight of the Conchords og sjónvarpsseríunni um alter-egó Sacha Baron Cohen, Ali G. Amy Adams var síðan ráðin í aðalkvenhlutverkið og gæðaleikarinn Chris Cooper tók að sér hlutverk þrjótsins Richman. Handritshöfundarnir boðuðu að nýja Prúðuleikaramyndin yrði gerð í anda sjónvarpsþáttanna sem sýndir voru frá 1976 til 1981 þar sem svartur húmor fengi að leika lausum hala. Vinnutitill myndarinnar var þannig The Greatest Muppet Movie of All Time!!! Snemma lak það út að mörgum þekktum leikurum myndi bregða fyrir í myndinni. Og það kom á daginn; Emily Blunt, Billy Crystal, Jack Black og Alan Arkin bregður vissulega fyrir en hins vegar vekur listinn af þeim stjörnum sem voru klipptar út vegna tímamarka enn meiri athygli. Á honum má finna nöfn Lady Gaga, Ben Stiller, Ed Helms og Milu Kunis auk Ricky Gervais. En Gervais sést reyndar bregða fyrir í lokaatriði myndarinnar. The Muppets hefur fengið ótrúlegar viðtökur gagnrýnenda en samkvæmt rottentomatoes.com hafa 96 prósent gagnrýnenda gefið henni jákvæða umsögn. Þá er hún aðsóknarmesta Prúðuleikaramyndin hingað til, hefur halað inn rúmum 93 milljónum dollara í miðasölu vestanhafs. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Fyrsta Prúðuleikara-myndin í tólf ár, The Muppets, verður frumsýnd hér á landi um helgina. Hún hefur verið gagnrýnd af bandarískum íhaldsmönnum fyrir kommúnisma og öfga-umhverfisvernd á meðan gagnrýnendur og áhorfendur hafa lýst yfir einskærri ást sinni á þessum höfuðpersónum hins sáluga Jim Henson. The Muppets er sjöunda kvikmyndin um Prúðuleikarana sem ratar á hvíta tjaldið. Að þessu sinni njóta þeir lífsins lystisemda þegar þráðurinn er tekinn upp, Svínka stýrir tískutímariti, Kermit sleikir sólina í villu sinni og Dýri er kominn í reiðimeðferð fyrir fræga fólkið. Þegar þrír aðdáendur Prúðuleikaranna komast að því að hinn illi Tex Richman ætli sér að rífa hið fornfræga Prúðuleikhús og bora fyrir olíu verða þeir að sameina gengið fræga og fá þá til að berjast gegn illvirkjum olíubarónsins. The Muppets-myndin er að mestu leyti hugmynd og hugarverk gamanleikarans Jason Segel sem margir ættu að kannast við úr How I Met Your Mother-gamanþáttunum og kvikmyndinni Forgetting Sarah Marsall. Hann kynnti forsvarsmönnum Disney hugmynd sína um að endurvekja brúðurnar snemma árs 2008 en Disney hafði þá ekki framleitt Prúðuleikaramynd frá því að Muppet Treasure Island var frumsýnd árið 1996 (hún fékk misjafnar viðtökur og slappa aðsókn). Disney leist vel á hugmyndina og veitti honum styrk til að þróa handrit og Variety greindi frá því að samningar hefðu náðst í mars það sama ár. Fyrsta uppkasti var skilað inn á skrifstofur framleiðsludeildarinnar í júní og fljótlega eftir það fór boltinn að rúlla. Snemma varð ljóst að Segel myndi leika eitt aðalhlutverkanna en meðhöfundur hans að handritinu, Nicholas Stoller, átti að leikstýra. Hins vegar var fallið frá þeirri hugmynd og James Bobin fenginn til að taka það hlutverk að sér. Hann hafði leikstýrt gamanþáttum fyrir gríntvíeykið The Flight of the Conchords og sjónvarpsseríunni um alter-egó Sacha Baron Cohen, Ali G. Amy Adams var síðan ráðin í aðalkvenhlutverkið og gæðaleikarinn Chris Cooper tók að sér hlutverk þrjótsins Richman. Handritshöfundarnir boðuðu að nýja Prúðuleikaramyndin yrði gerð í anda sjónvarpsþáttanna sem sýndir voru frá 1976 til 1981 þar sem svartur húmor fengi að leika lausum hala. Vinnutitill myndarinnar var þannig The Greatest Muppet Movie of All Time!!! Snemma lak það út að mörgum þekktum leikurum myndi bregða fyrir í myndinni. Og það kom á daginn; Emily Blunt, Billy Crystal, Jack Black og Alan Arkin bregður vissulega fyrir en hins vegar vekur listinn af þeim stjörnum sem voru klipptar út vegna tímamarka enn meiri athygli. Á honum má finna nöfn Lady Gaga, Ben Stiller, Ed Helms og Milu Kunis auk Ricky Gervais. En Gervais sést reyndar bregða fyrir í lokaatriði myndarinnar. The Muppets hefur fengið ótrúlegar viðtökur gagnrýnenda en samkvæmt rottentomatoes.com hafa 96 prósent gagnrýnenda gefið henni jákvæða umsögn. Þá er hún aðsóknarmesta Prúðuleikaramyndin hingað til, hefur halað inn rúmum 93 milljónum dollara í miðasölu vestanhafs. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira