Framsækin og blæbrigðarík Trausti Júlíusson skrifar 11. janúar 2012 18:00 Tónlist. Elabórat. GP! GP! er listamannsnafn Guðmundar Péturssonar gítarleikara sem hefur verið einn af flinkustu og afkastamestu gítarleikurum Íslands síðustu áratugi. Elabórat er hans þriðja sólóplata og fylgir eftir plötunni Ologies sem kom út árið 2008 og hlaut góðar viðtökur. Á Elabórat eru átta lög, samin af Guðmundi sem einnig sá um upptökustjórn og útsetningar. Með honum spila þeir Styrmir Hauksson, Davíð Þór Jónsson, Hrafnkell Orri Egilsson, Eyþór Gunnarsson og Kristinn Snær Agnarsson. Guðmundur er afar fjölhæfur gítaristi og hefur víða komið við í tónlistarheiminum. Það heyrist á Elabórat. Tónlistin fer víða, jafnvel innan sama lagsins. Þetta er instrúmental tónlist. Á köflum minnir hún á gamlan djassrokkbræðing, en annars staðar er allt önnur stemning í gangi. Það kemur ekki á óvart að blúsinn laumi sér inn hér og þar og ekki heldur að áhrifa gæti frá heimstónlist, en í sumum laganna er einhver óskilgreind tilraunamennska sem ég, a.m.k. átti ekki von á. Í einu laganna komu til dæmis samstarfsplötur þeirra Roberts Fripp og Brians Eno upp í hugann og í öðrum lögum minnir tónlistin á Tortoise- og Chicago-senuna sem blómstraði upp úr síðustu aldamótum. Á heildina litið er Elabórat fjandi góð plata. Hún er fjölbreytt og blæbrigðarík og full af spennandi útúrdúrum sem maður ánetjast við frekari hlustun. Framsækið og flott verk. Niðurstaða: Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Elabórat. GP! GP! er listamannsnafn Guðmundar Péturssonar gítarleikara sem hefur verið einn af flinkustu og afkastamestu gítarleikurum Íslands síðustu áratugi. Elabórat er hans þriðja sólóplata og fylgir eftir plötunni Ologies sem kom út árið 2008 og hlaut góðar viðtökur. Á Elabórat eru átta lög, samin af Guðmundi sem einnig sá um upptökustjórn og útsetningar. Með honum spila þeir Styrmir Hauksson, Davíð Þór Jónsson, Hrafnkell Orri Egilsson, Eyþór Gunnarsson og Kristinn Snær Agnarsson. Guðmundur er afar fjölhæfur gítaristi og hefur víða komið við í tónlistarheiminum. Það heyrist á Elabórat. Tónlistin fer víða, jafnvel innan sama lagsins. Þetta er instrúmental tónlist. Á köflum minnir hún á gamlan djassrokkbræðing, en annars staðar er allt önnur stemning í gangi. Það kemur ekki á óvart að blúsinn laumi sér inn hér og þar og ekki heldur að áhrifa gæti frá heimstónlist, en í sumum laganna er einhver óskilgreind tilraunamennska sem ég, a.m.k. átti ekki von á. Í einu laganna komu til dæmis samstarfsplötur þeirra Roberts Fripp og Brians Eno upp í hugann og í öðrum lögum minnir tónlistin á Tortoise- og Chicago-senuna sem blómstraði upp úr síðustu aldamótum. Á heildina litið er Elabórat fjandi góð plata. Hún er fjölbreytt og blæbrigðarík og full af spennandi útúrdúrum sem maður ánetjast við frekari hlustun. Framsækið og flott verk. Niðurstaða: Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira