Hin hliðin á aukaverkunum hormónabælandi lyfja 5. janúar 2012 06:00 Á forsíðu Fréttablaðsins 27. desember er viðtal við Ásgerði Sverrisdóttur, krabbameinslækni á Landspítalanum. Þar greinir hún frá því að konur, sem greinst hafi með brjóstakrabbamein og verið settar á hormónabælandi lyf, hafi gefist upp á því að taka lyfið vegna aukaverkana. Ásgerður segir að í hennar hópi, þ.e. hópi krabbameinslækna, hafi þau á tilfinningunni að konur séu ekki að taka þessi lyf samkvæmt fyrirmælum og gefist stundum upp á að taka þau án þess að láta lækni vita af því, en sumar reyndar í samráði við lækni sinn. Ekki ætla ég að rengja þessi ummæli og heldur ekki að setjast í dómarasæti þar um. Ásgerður segir að algengustu aukaverkanir séu tíðahvarfaeinkenni. Þetta er nú ekki alveg svona einfalt og langar mig til að veita ofurlitla innsýn í helstu aukaverkanir þessara hormónabælandi lyfja. Þessi lyf hafa jafn mismunandi aukaverkanir og konurnar eru margar sem taka þau, því ekkert lyf verkar eins á tvær konur. Lyfið Femar, sem mér skilst að sé nokkuð algengt að ávísa á, hafði til að mynda þau áhrif á mig að eftir u.þ.b. þrjár vikur var ég farin að fá slæma verki í alla liði, alla vöðva, vöðvafestingar og alla vefi. Á skömmum tíma var ég orðin þannig að ég gat hvorki staðið, setið, legið eða gengið, svaf ekki fyrir kvölum í öllum skrokknum og engin verkjalyf verkuðu. Bara þunginn af sjálfri mér, og var ég þó í léttari kantinum, gerði það að verkum að ég gat hvorki setið né legið. Svitaköstin voru smámunir miðað við kvalirnar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki orðum aukið, ég er engin dramadrottning. Ég hitti aðrar konur sem voru á þessu sama lyfi en fundu ekki fyrir því og einnig konur sem fengu miklar aukaverkanir. Eftir nokkurn tíma hætti ég að taka lyfið og tilkynnti það lækni mínum, sem sagði þetta ástand óásættanlegt, en verkirnir í líkamanum voru áfram í marga mánuði þrátt fyrir það. Ég var sett á lyfið Faslodex og var það ögn skárra. Ég sat áfram uppi með svitaköst og svefnleysi. Svitaköstin voru þannig að það var líkast því að ég væri að koma úr sturtu og hefði klætt mig án þess að þurrka mér. Fötin klístruðust við mig og oft gat ég hvorki fækkað þeim né haft fataskipti, því ég var jafnvel í vinnunni eða úti í búð að kaupa í matinn eða einhvers staðar annars staðar en heima hjá mér. Einnig varð andlitið sjóðandi heitt svo mig sveið í það, líkast því að ég væri komin með 40 stiga hita og reyndi ég að kæla það niður ef ég gat. Svefnleysið stafaði bæði af verkjum og svitaköstum og einnig var það, að eftir eins til tveggja klukkutíma svefn, þótt ég væri ekki með verki eða svitaköst, vaknaði ég og gat ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun, rétt áður en ég átti að mæta í vinnu. Þannig fór ég dag eftir dag svefnlaus og þreytt í vinnuna, þar sem ég átti ekki nema u.þ.b. hálfs árs veikindarétt og hann var búinn. Ég get bætt ýmsu við en læt þetta nægja. Mér finnst Ásgerður gera nokkuð lítið úr þessum aukaverkunum, en það er nú einu sinni þannig að þeir einir geta um talað sem í hafa komist, aðrir geta aldrei sett sig í spor þeirra. Í fyrrgreindu viðtali er vitnað í bandaríska rannsókn. Ég las um þessa rannsókn í Fréttablaðinu fyrir skömmu, en þar var og tekið fram að krabbameinslæknar vanmætu gjarnan þessar aukaverkanir. Í lok viðtalsins fjallar Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir um árangur þessararfyrirbyggjandi meðferðar með homónabælandi lyfjum og ætla ég ekki að gera lítið úr því. Ég hef tvisvar greinst með krabbamein með rúmlega 13 ára millibili. Í fyrra skiptið var ég skorin fleygskurði og sett í geisla sem ég brann undan svo húðin varð öll brún og hreistruð, með tilheyrandi kláða. Þrátt fyrir að hafa farið í geisla sem steiktu meira af heilbrigðum frumum en sýktum, komu þeir ekki í veg fyrir að krabbameinið tæki sig upp á nákvæmlega sama stað þessum rúmum 13 árum seinna. Ég spyr því, hver var árangurinn af geislunum, eða er þetta eðlilegt ferli? Má þá ekki búast við að krabbameinið geti tekið sig upp aftur þrátt fyrir hormónabælandi lyfjameðferð? Eftir tvö ár á hormónabælandi lyfjum fékk ég lækninn minn til að samþykkja að ég fengi að hætta á þeim og líður mér ágætlega í dag. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun og læt engan koma inn hjá mér eftirsjá eða samviskubiti, hvorki Ásgerði Sverrisdóttur krabbameinslækni né nokkurn annan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins 27. desember er viðtal við Ásgerði Sverrisdóttur, krabbameinslækni á Landspítalanum. Þar greinir hún frá því að konur, sem greinst hafi með brjóstakrabbamein og verið settar á hormónabælandi lyf, hafi gefist upp á því að taka lyfið vegna aukaverkana. Ásgerður segir að í hennar hópi, þ.e. hópi krabbameinslækna, hafi þau á tilfinningunni að konur séu ekki að taka þessi lyf samkvæmt fyrirmælum og gefist stundum upp á að taka þau án þess að láta lækni vita af því, en sumar reyndar í samráði við lækni sinn. Ekki ætla ég að rengja þessi ummæli og heldur ekki að setjast í dómarasæti þar um. Ásgerður segir að algengustu aukaverkanir séu tíðahvarfaeinkenni. Þetta er nú ekki alveg svona einfalt og langar mig til að veita ofurlitla innsýn í helstu aukaverkanir þessara hormónabælandi lyfja. Þessi lyf hafa jafn mismunandi aukaverkanir og konurnar eru margar sem taka þau, því ekkert lyf verkar eins á tvær konur. Lyfið Femar, sem mér skilst að sé nokkuð algengt að ávísa á, hafði til að mynda þau áhrif á mig að eftir u.þ.b. þrjár vikur var ég farin að fá slæma verki í alla liði, alla vöðva, vöðvafestingar og alla vefi. Á skömmum tíma var ég orðin þannig að ég gat hvorki staðið, setið, legið eða gengið, svaf ekki fyrir kvölum í öllum skrokknum og engin verkjalyf verkuðu. Bara þunginn af sjálfri mér, og var ég þó í léttari kantinum, gerði það að verkum að ég gat hvorki setið né legið. Svitaköstin voru smámunir miðað við kvalirnar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki orðum aukið, ég er engin dramadrottning. Ég hitti aðrar konur sem voru á þessu sama lyfi en fundu ekki fyrir því og einnig konur sem fengu miklar aukaverkanir. Eftir nokkurn tíma hætti ég að taka lyfið og tilkynnti það lækni mínum, sem sagði þetta ástand óásættanlegt, en verkirnir í líkamanum voru áfram í marga mánuði þrátt fyrir það. Ég var sett á lyfið Faslodex og var það ögn skárra. Ég sat áfram uppi með svitaköst og svefnleysi. Svitaköstin voru þannig að það var líkast því að ég væri að koma úr sturtu og hefði klætt mig án þess að þurrka mér. Fötin klístruðust við mig og oft gat ég hvorki fækkað þeim né haft fataskipti, því ég var jafnvel í vinnunni eða úti í búð að kaupa í matinn eða einhvers staðar annars staðar en heima hjá mér. Einnig varð andlitið sjóðandi heitt svo mig sveið í það, líkast því að ég væri komin með 40 stiga hita og reyndi ég að kæla það niður ef ég gat. Svefnleysið stafaði bæði af verkjum og svitaköstum og einnig var það, að eftir eins til tveggja klukkutíma svefn, þótt ég væri ekki með verki eða svitaköst, vaknaði ég og gat ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun, rétt áður en ég átti að mæta í vinnu. Þannig fór ég dag eftir dag svefnlaus og þreytt í vinnuna, þar sem ég átti ekki nema u.þ.b. hálfs árs veikindarétt og hann var búinn. Ég get bætt ýmsu við en læt þetta nægja. Mér finnst Ásgerður gera nokkuð lítið úr þessum aukaverkunum, en það er nú einu sinni þannig að þeir einir geta um talað sem í hafa komist, aðrir geta aldrei sett sig í spor þeirra. Í fyrrgreindu viðtali er vitnað í bandaríska rannsókn. Ég las um þessa rannsókn í Fréttablaðinu fyrir skömmu, en þar var og tekið fram að krabbameinslæknar vanmætu gjarnan þessar aukaverkanir. Í lok viðtalsins fjallar Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir um árangur þessararfyrirbyggjandi meðferðar með homónabælandi lyfjum og ætla ég ekki að gera lítið úr því. Ég hef tvisvar greinst með krabbamein með rúmlega 13 ára millibili. Í fyrra skiptið var ég skorin fleygskurði og sett í geisla sem ég brann undan svo húðin varð öll brún og hreistruð, með tilheyrandi kláða. Þrátt fyrir að hafa farið í geisla sem steiktu meira af heilbrigðum frumum en sýktum, komu þeir ekki í veg fyrir að krabbameinið tæki sig upp á nákvæmlega sama stað þessum rúmum 13 árum seinna. Ég spyr því, hver var árangurinn af geislunum, eða er þetta eðlilegt ferli? Má þá ekki búast við að krabbameinið geti tekið sig upp aftur þrátt fyrir hormónabælandi lyfjameðferð? Eftir tvö ár á hormónabælandi lyfjum fékk ég lækninn minn til að samþykkja að ég fengi að hætta á þeim og líður mér ágætlega í dag. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun og læt engan koma inn hjá mér eftirsjá eða samviskubiti, hvorki Ásgerði Sverrisdóttur krabbameinslækni né nokkurn annan.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar