Verða frekari mannaskipti? Tómas Gunnarsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Brennheitu máli skaut upp á Fréttastofu RÚV skömmu fyrir jólahlé Alþingis sem sagt var geta fellt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Var talinn meiri hluti í Þinginu fyrir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, fyrir Landsdómi, vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis Geirs í aðdraganda Bankahrunsins í október 2008.(Þskj. 573 á 140. löggjafarþingi.) Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttur, náði að forða Alþingi frá allsherjarmálastrandi fyrir jólahlé enda var ákveðið að tillaga Bjarna formanns yrði tekin á dagskrá Alþingis 20. janúar 2012. Ekki var eindrægni um þá niðurstöðu. Ýmsir töldu að í samþykkt tillögunnar fælust ótæk afskipti löggjafans af dómsvaldinu og um leið brot gegn þrískiptingu allsherjarvaldsins. Ónafngreindir lögfræðingar, innan Þings og utan, höfðu talið tillöguna þingtæka, þrátt fyrir að þrír helstu stjórnlagafræðingar lýðveldisins, Bjarni Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Gunnar G. Schram, hefðu áður talið að Alþingi gæti ekki afturkallað mál, sem búið væri að leggja fyrir Landsdóm. Þremenningarnir rökstuddu ekki niðurstöðu sína. Hafa væntanlega talið rökstuðning óþarfan þar sem afturköllunarrétti Alþingis fylgdi stöðvunar- og stýringarréttur sem færði æðsta ákæruvaldið í Landsdómsmáli frá saksóknara til Alþingis sjálfs. Tvennt felst í LandsdómsmálinuAðalatriði málsóknarinnar er rannsókn á atvikum og mögulegri sök æðsta embættismanns lýðveldisins, Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, í aðdraganda Bankahrunsins. Þar er möguleg niðurstaða að hann hafi staðið forsvaranlega að verkum niður í að alvarleg mistök og eða að misferli hafi átt sér stað. Þá er enn mögulegt að rannsóknin leiði fram sakir annarra, sem valda ættu öðrum málsóknum, jafnvel fyrir Landsdómi. Líta verður til gífurlegs tjóns af völdum Bankahrunsins, beins taps innlendra og erlendra aðila, svo nemi a.m.k. fimmfaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga, stórfellds óbeins taps, atvinnumissis margra og skerðingar tekna, brottflutnings a.m.k. sex þúsunda manna frá Íslandi, umfram aðflutta, á síðustu þremur árum, hækkunar skatta og skertrar opinberrar þjónustu. Málsóknin fyrir Landsdómi er eina úrræðið til að rannsaka að nokkru marki mögulegar sakir ráðherra. Íslendingar hafa því ríkar ástæður og skyldur til að ljúka rannsókninni faglega og undanbragðalaust. Það gagnast fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í mörgum fræðigreinum, til nýrra ályktana og framþróunar. Að hinu leytinu jafnast ekkert á við það skipbrot að hætta málsókninni. Hinn þáttur málsins, sá veigaminni, er að ákvarða Geir refsingu, fyrir möguleg brot í opinberu starfi. Engum ærlegum manni, hvorki samherja eða andstæðingi Geirs í stjórnmálum, getur verið fagnaðarefni að sakfella hann samkvæmt afgömlum Landsdómslögum, aðeins þung skylda. Óvænt tillaga og þakkarverðTillaga Bjarna, formanns, er óvænt þar eð sá hluti Alþingis, sem vill fella ríkisstjórnina, virðist ekki vilja láta sína menn sæta opinberu eftirliti, rannsóknum og dómum, sem allar aðrar stéttir verða að sæta. Gengur það? Varla verða fílabeinsturnar varanlegustu húsakynni framtíðarinnar eða hvað? Gæti ekki verið nær að hætta í stjórnmálum? Tillagan er þakkarverð þar sem hún afhjúpar hvar menn standa í þjóðmálabaráttunni og skerpir línur stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Brennheitu máli skaut upp á Fréttastofu RÚV skömmu fyrir jólahlé Alþingis sem sagt var geta fellt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Var talinn meiri hluti í Þinginu fyrir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, fyrir Landsdómi, vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis Geirs í aðdraganda Bankahrunsins í október 2008.(Þskj. 573 á 140. löggjafarþingi.) Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttur, náði að forða Alþingi frá allsherjarmálastrandi fyrir jólahlé enda var ákveðið að tillaga Bjarna formanns yrði tekin á dagskrá Alþingis 20. janúar 2012. Ekki var eindrægni um þá niðurstöðu. Ýmsir töldu að í samþykkt tillögunnar fælust ótæk afskipti löggjafans af dómsvaldinu og um leið brot gegn þrískiptingu allsherjarvaldsins. Ónafngreindir lögfræðingar, innan Þings og utan, höfðu talið tillöguna þingtæka, þrátt fyrir að þrír helstu stjórnlagafræðingar lýðveldisins, Bjarni Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Gunnar G. Schram, hefðu áður talið að Alþingi gæti ekki afturkallað mál, sem búið væri að leggja fyrir Landsdóm. Þremenningarnir rökstuddu ekki niðurstöðu sína. Hafa væntanlega talið rökstuðning óþarfan þar sem afturköllunarrétti Alþingis fylgdi stöðvunar- og stýringarréttur sem færði æðsta ákæruvaldið í Landsdómsmáli frá saksóknara til Alþingis sjálfs. Tvennt felst í LandsdómsmálinuAðalatriði málsóknarinnar er rannsókn á atvikum og mögulegri sök æðsta embættismanns lýðveldisins, Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, í aðdraganda Bankahrunsins. Þar er möguleg niðurstaða að hann hafi staðið forsvaranlega að verkum niður í að alvarleg mistök og eða að misferli hafi átt sér stað. Þá er enn mögulegt að rannsóknin leiði fram sakir annarra, sem valda ættu öðrum málsóknum, jafnvel fyrir Landsdómi. Líta verður til gífurlegs tjóns af völdum Bankahrunsins, beins taps innlendra og erlendra aðila, svo nemi a.m.k. fimmfaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga, stórfellds óbeins taps, atvinnumissis margra og skerðingar tekna, brottflutnings a.m.k. sex þúsunda manna frá Íslandi, umfram aðflutta, á síðustu þremur árum, hækkunar skatta og skertrar opinberrar þjónustu. Málsóknin fyrir Landsdómi er eina úrræðið til að rannsaka að nokkru marki mögulegar sakir ráðherra. Íslendingar hafa því ríkar ástæður og skyldur til að ljúka rannsókninni faglega og undanbragðalaust. Það gagnast fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í mörgum fræðigreinum, til nýrra ályktana og framþróunar. Að hinu leytinu jafnast ekkert á við það skipbrot að hætta málsókninni. Hinn þáttur málsins, sá veigaminni, er að ákvarða Geir refsingu, fyrir möguleg brot í opinberu starfi. Engum ærlegum manni, hvorki samherja eða andstæðingi Geirs í stjórnmálum, getur verið fagnaðarefni að sakfella hann samkvæmt afgömlum Landsdómslögum, aðeins þung skylda. Óvænt tillaga og þakkarverðTillaga Bjarna, formanns, er óvænt þar eð sá hluti Alþingis, sem vill fella ríkisstjórnina, virðist ekki vilja láta sína menn sæta opinberu eftirliti, rannsóknum og dómum, sem allar aðrar stéttir verða að sæta. Gengur það? Varla verða fílabeinsturnar varanlegustu húsakynni framtíðarinnar eða hvað? Gæti ekki verið nær að hætta í stjórnmálum? Tillagan er þakkarverð þar sem hún afhjúpar hvar menn standa í þjóðmálabaráttunni og skerpir línur stjórnmálanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar