Í upphafi nýs árs Samhjálpar Karl V. Matthíasson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Samhjálp óskar landsmönnum öllum blessunar og friðar á árinu 2012. Allir dagar ársins 2011 eru liðnir, horfnir í aldanna skaut, en minningar þeirra lifa. Minningar sem mörgum eru erfiðar, fullar af sorg og jafnvel ósigrum. Aðrir munu horfa til ársins 2011 með blik í auga vegna þess að dagar þess gáfu þeim gleði og sigra. Það eru góðar minningar. Samhjálp sér á hverju ári mikla og glæsilega sigra en verður einnig að lúta höfði vegna ósigra og vonbrigða sem fylgja alkóhólisma, sem kalla má sjúkdóm sorgar og vonbrigða. Á hverjum degi er hönd Samhjálpar útrétt til fjölmargra sem líða vegna alkóhólisma og gleðilegt er að sjá hversu margir geta komist frá þeim ógnum sem áfengisbölið er. Starf Samhjálpar byrjaði smátt. Í fyrstu var það í bílskúr og fór þaðan upp í Hlaðgerðarkot. Svo kom Kaffistofan, samkomuhaldið og rekstur Gistiskýlisins og áfangaheimila. Nú eru starfsstöðvarnar átta og gríðarlega mikil viðkoma er hjá Samhjálp. Á hverri nóttu sofa 106 manns í rúmum sem Samhjálp hefur búið um ef svo má að orði komast. Frekari upplýsingar um starfið er að finna á vefnum samhjalp.is. Eftir eitt ár mun Samhjálp halda upp á 40 ára afmæli sitt. Viðfangsefni Samhjálpar á árinu 2012 verður að koma fjármálunum í gott horf eftir erfiðleika sem steðjað hafa að vegna kreppunnar sem bitið hefur. Samhjálp er alltaf vongóð. Nú standa yfir viðræður við Landsbanka Íslands og treystir Samhjálp yfirlýsingu bankans um nýjan sáttmála við þjóðina um samfélagslega ábyrgð. Ef vel gengur í þeim samningum verður mun auðveldara að sinna öllu því veika fólki sem til Samhjálpar leitar. Á árunum 2012 og 2013 hyggst Samhjálp einnig safna fyrir miklum endurbótum á Hlaðgerðarkoti og bæta aðbúnað allan fyrir skjólstæðinga sína. Þess vegna mun Samhjálp nota komandi tíð til öflugri fjáraflana en verið hefur. Það átak köllum við Lífróður Samhjálpar. Samhjálp stígur óhrædd um borð til þessa róðurs því hún nýtur velvildar og elsku í samfélaginu vegna hjálparstarfs síns, meðferðar og annars stuðnings. Eftir því sem starf Samhjálpar eflist, þeim mun öflugra verður samfélag okkar. En í öllum þeim körlum og konum sem berjast við alkóhólismann og fá bata býr gríðarlegur máttur og kraftur sem getur virkjast til góðs, blessunar og friðar fyrir þau sjálf, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Leggjumst á árar og róum á lygnan sæ gjöfulla miða. Samhjálp þakkar innilega öllum þeim sem lagt hafa starfinu lið í smáu sem stóru sem og öllum skjólstæðingum og biður Guð að blessa þau öll í lífi og leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Samhjálp óskar landsmönnum öllum blessunar og friðar á árinu 2012. Allir dagar ársins 2011 eru liðnir, horfnir í aldanna skaut, en minningar þeirra lifa. Minningar sem mörgum eru erfiðar, fullar af sorg og jafnvel ósigrum. Aðrir munu horfa til ársins 2011 með blik í auga vegna þess að dagar þess gáfu þeim gleði og sigra. Það eru góðar minningar. Samhjálp sér á hverju ári mikla og glæsilega sigra en verður einnig að lúta höfði vegna ósigra og vonbrigða sem fylgja alkóhólisma, sem kalla má sjúkdóm sorgar og vonbrigða. Á hverjum degi er hönd Samhjálpar útrétt til fjölmargra sem líða vegna alkóhólisma og gleðilegt er að sjá hversu margir geta komist frá þeim ógnum sem áfengisbölið er. Starf Samhjálpar byrjaði smátt. Í fyrstu var það í bílskúr og fór þaðan upp í Hlaðgerðarkot. Svo kom Kaffistofan, samkomuhaldið og rekstur Gistiskýlisins og áfangaheimila. Nú eru starfsstöðvarnar átta og gríðarlega mikil viðkoma er hjá Samhjálp. Á hverri nóttu sofa 106 manns í rúmum sem Samhjálp hefur búið um ef svo má að orði komast. Frekari upplýsingar um starfið er að finna á vefnum samhjalp.is. Eftir eitt ár mun Samhjálp halda upp á 40 ára afmæli sitt. Viðfangsefni Samhjálpar á árinu 2012 verður að koma fjármálunum í gott horf eftir erfiðleika sem steðjað hafa að vegna kreppunnar sem bitið hefur. Samhjálp er alltaf vongóð. Nú standa yfir viðræður við Landsbanka Íslands og treystir Samhjálp yfirlýsingu bankans um nýjan sáttmála við þjóðina um samfélagslega ábyrgð. Ef vel gengur í þeim samningum verður mun auðveldara að sinna öllu því veika fólki sem til Samhjálpar leitar. Á árunum 2012 og 2013 hyggst Samhjálp einnig safna fyrir miklum endurbótum á Hlaðgerðarkoti og bæta aðbúnað allan fyrir skjólstæðinga sína. Þess vegna mun Samhjálp nota komandi tíð til öflugri fjáraflana en verið hefur. Það átak köllum við Lífróður Samhjálpar. Samhjálp stígur óhrædd um borð til þessa róðurs því hún nýtur velvildar og elsku í samfélaginu vegna hjálparstarfs síns, meðferðar og annars stuðnings. Eftir því sem starf Samhjálpar eflist, þeim mun öflugra verður samfélag okkar. En í öllum þeim körlum og konum sem berjast við alkóhólismann og fá bata býr gríðarlegur máttur og kraftur sem getur virkjast til góðs, blessunar og friðar fyrir þau sjálf, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Leggjumst á árar og róum á lygnan sæ gjöfulla miða. Samhjálp þakkar innilega öllum þeim sem lagt hafa starfinu lið í smáu sem stóru sem og öllum skjólstæðingum og biður Guð að blessa þau öll í lífi og leik.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar