Erlent

Stálu kaffi fyrir tíu milljónir og tveimur kaffivélum

Lýst var eftir kaffiþjófunum í dag.
Lýst var eftir kaffiþjófunum í dag.
Lögreglan í Vín í Austurríki lýsti eftir frekar stórtækum þjófum í dag en samkvæmt fréttaveitu AP brutust þeir inn í heildsölu í borginni og stálu þaðan tveimur tonnum af kaffi. Kaffiþjófarnir fylltu svo stolna flutningabifreið af góssinu og óku því næst á brott.

Skaðinn er talsverður fyrir heildsöluna en andvirði kaffisins eru 55 þúsund evrur, eða rétt tæplega tíu milljónir króna. Ekki er ljóst hvað þjófarnir ætla sér með kaffið, en þeir stálu einnig tveimur kaffivélum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×