Erlent

Rússneskar fótboltabullur til rannsóknar

BBI skrifar
Rússneskur aðdáandi.
Rússneskur aðdáandi. Mynd/AFP
UEFA mun beita agavaldi sínu vegna óviðeigandi hegðunar rússneskra stuðningsmanna á fótboltaleik landsliðsins gegn Tékkum síðasta föstudag á EM.

Fjórir starfsmenn á vellinum urðu fyrir árás stuðningsmannanna og voru sendir á spítala. Sömuleiðis voru þeir sakaðir um kynþáttafordóma sem beindust gegn tékkneska varnarmanninum Theodor Gebre Selassie, sem er svartur.

Málið verður tekið til meðferðar næsta miðvikudag.

Umfjöllun BBC um málið.

Hér má sjá myndband af því þegar starfsmenn fótboltavallar verða fyrir árás stuðningsmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×