Erlent

Neyðarástand í Búrma

BBI skrifar
Thein Sein, forseti Búrma, lýsti yfir neyðarástandi í dag.
Thein Sein, forseti Búrma, lýsti yfir neyðarástandi í dag. Mynd/AFP
Forseti Búrma lýsti yfir neyðarástandi í vesturhluta landsins í dag. Yfirlýsingin kemur eftir árásir öfgahópa í landinu síðustu vikuna.

Óeirðir blossuðu upp í síðasta mánuði í Búrma eftir að búddatrúar kona var drepin. Síðan hafa 17 múslimar týnt lífinu og hundruðir bygginga eyðilagst. Frá þessu er greint á vefmiðli BBC.

Friðarsinninn Aung San Suu Kyi, sem er leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, er um þessar mundir að leggja af stað í fyrstu heimsókn sína í 24 ár til Evrópu. Samkvæmt áætlun átti hún að hefja ferðina í Sviss þann 13 júní, eða eftir þrjá daga. Ekki er vitað til þess að neyðarástandið í landinu muni hefta för hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×