Erlent

Siðspilltar mörgæsir hneyksluðu líffræðing

BBI skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Undarleg ástaratlot mörgæsa á Suðurpólnum gengu svoleiðis fram af líffræðingnum Dr. George Murray Levick að hann ákvað að birta ekki frásagnir af þeim opinberlega.

Dr. Levick heimsótti Suðurpólinn fyrir 100 árum og fylgdist náið með hegðun mörgæsa á svæðinu í langan tíma. Hegðum mörgæsanna misbauð honum svo gersamlega að hann ákvað að birta hvergi frásagnir af henni. Hann laumaðist til að skrifa um kynferðislega hegðun mörgæsanna á grísku í dagbók sína, kallaði þær siðblindar og lýsti hópnauðgunum karlkyns fugla á dauðum kvenkyns mörgæsum.

Gögn um þessar uppgötvanir Dr. Levick voru ekki birtar fyrr en nýlega í blaðinu Polar Record. Vísindamaðurinn Douglas Russell rakst fyrir tilviljun á frásögn pólfarans á gulnuðum blöðum undir titlinum „Kynferðislegar venjur mörgæsa, ekki til birtingar".

Blöðin voru full af frásögnum af kynferðislegri nauðung, kynferðislegri misnotkun á ungum og að lokum lýsing á „kynvilltum mörgæsum".

„Honum var fullkomlega misboðið," segir Russell. „Hann gerði þau mistök að reyna að skilja mörgæsir og líta á þær sem lítið fólk. Þetta eru fuglar. Því má ekki gleyma."

Umfjöllun BBC um hinar siðspilltu mörgæsir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×