Álfar út um allt Guðmundur Rúnar Árnason skrifar 12. maí 2012 06:00 Það er stundum talað um að í Hafnarfirði séu fleiri álfar en annars staðar á landinu. Ekki ætla ég að kveða upp úr um það, en veit þó að í Hafnarfirði er ákjósanlegt að búa, hvort sem um er að ræða álfa og huldufólk – eða mannfólk. Sjálfur hef ég aldrei séð lifandi álfa, en ég hef séð álfa sem hafa gefið öðrum líf. Ég er auðvitað að tala um SÁÁ álfinn. Hann hefur á rúmum tuttugu árum skilað samtökunum á fimmta hundrað milljónum króna. Þeir fjármunir hafa farið í að byggja upp nýja þjónustu. Þannig var til dæmis unglingadeildin byggð á sínum tíma. Það er óhætt að fullyrða að hún hefur bjargað fjölmörgum mannslífum. Áfengissýki hefur áhrif á fleiri en þann veika. Hún er fjölskyldusjúkdómur. Fjöldi þeirra fjölskyldna sem áfengissýkin hefur sundrað eða eitrað lífið hjá í gegnum tíðina, er gríðarlegur. Ég kann ekki tölfræðina í því sambandi, en allir þekkja einhvern sem kemur úr fjölskyldu sem alkóhólisminn hefur haft eyðileggjandi áhrif á. Það þori ég að fullyrða. Núna stendur álfasala SÁÁ sem hæst. Ég hvet alla til að leggja sitt af mörkum til að gera líf margra barna og fjölskyldna betra. Meginverkefni álfsins á næstunni er að byggja upp sérstaka barna- og fjölskyldudeild, þar sem áherslan verður á endurreisn fjölskyldna sem eru í vanda vegna áfengis- og vímuefnasýki. Álfurinn er hvorki hávær né fyrirferðarmikill. Hann er aftur á móti til marks um hvað hægt er að gera þegar margir leggjast á eitt. Margir litlir álfar lyfta Grettistaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um að í Hafnarfirði séu fleiri álfar en annars staðar á landinu. Ekki ætla ég að kveða upp úr um það, en veit þó að í Hafnarfirði er ákjósanlegt að búa, hvort sem um er að ræða álfa og huldufólk – eða mannfólk. Sjálfur hef ég aldrei séð lifandi álfa, en ég hef séð álfa sem hafa gefið öðrum líf. Ég er auðvitað að tala um SÁÁ álfinn. Hann hefur á rúmum tuttugu árum skilað samtökunum á fimmta hundrað milljónum króna. Þeir fjármunir hafa farið í að byggja upp nýja þjónustu. Þannig var til dæmis unglingadeildin byggð á sínum tíma. Það er óhætt að fullyrða að hún hefur bjargað fjölmörgum mannslífum. Áfengissýki hefur áhrif á fleiri en þann veika. Hún er fjölskyldusjúkdómur. Fjöldi þeirra fjölskyldna sem áfengissýkin hefur sundrað eða eitrað lífið hjá í gegnum tíðina, er gríðarlegur. Ég kann ekki tölfræðina í því sambandi, en allir þekkja einhvern sem kemur úr fjölskyldu sem alkóhólisminn hefur haft eyðileggjandi áhrif á. Það þori ég að fullyrða. Núna stendur álfasala SÁÁ sem hæst. Ég hvet alla til að leggja sitt af mörkum til að gera líf margra barna og fjölskyldna betra. Meginverkefni álfsins á næstunni er að byggja upp sérstaka barna- og fjölskyldudeild, þar sem áherslan verður á endurreisn fjölskyldna sem eru í vanda vegna áfengis- og vímuefnasýki. Álfurinn er hvorki hávær né fyrirferðarmikill. Hann er aftur á móti til marks um hvað hægt er að gera þegar margir leggjast á eitt. Margir litlir álfar lyfta Grettistaki.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar