Ábendingar vegna leiðara Þorgeir Eyjólfsson skrifar 12. maí 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins í gær eru settar fram staðhæfingar tengdar gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem sumpart byggja á misskilningi eða eru rangar. Fullyrt er ranglega að í fyrsta sinn hinn 9. maí sl. hafi verið greint frá fjárhæð fjármuna til fjárfestinga samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Í lok fyrri útboða hefur ávallt verið greint frá fjárhæð og fjölda tekinna tilboða í fjárfestingarleiðinni. Hafa ber í huga í þessu samhengi að helmingur erlendu fjárfestingarinnar í hverju tilviki kemur inn í gegnum útboð bankans en hinn helmingurinn með sölu gjaldeyris hjá innlendum banka. Fullyrt er ranglega að þátttakendur í fjárfestingarleiðinni fái gefins fjármuni með þátttöku í útboðum. Þátttakendur í útboðum samkvæmt fjárfestingarleið eru í reynd að eiga viðskipti við erlenda aðila sem eiga innlendar eignir í formi innlána eða skuldabréfa, svonefndar aflandskrónur. Seðlabankinn er í því hlutverki að skapa vettvang fyrir aðila sem fjárfesta vilja á Íslandi til að selja gjaldeyri þeim erlendu aðilum sem selja vilja krónur. Þarna er um markaðsviðskipti að ræða og því fjarri lagi að einhver fái eitthvað gefins, hvað þá að hið opinbera sé með meðgjöf eins og einhverjir kunna að túlka leiðaratextann. Ummæli seðlabankastjóra frá nóvember 2011 um að með opnun fjárfestingarleiðarinnar væri verið að opna leið fyrir aflandskrónur til fjárfestinga í íslensku atvinnulífi stendur óhögguð enda hafa aflandskrónur komið inn í íslenskt efnahagslíf í gegnum útboðsferilinn samkvæmt fjárfestingarleiðinni sem nemur liðlega 25 ma.kr. Hitt er svo annað mál og kann að hafa valdið misskilningi í þessu sambandi að lítill áhugi hefur verið af hálfu aflandskrónueigendanna sjálfra að sækja um flutning á þeim krónum til fjárfestinga á þeirra eigin vegum hér á landi en við það var átt í fréttatilkynningu bankans frá 9. maí sl. Það er ef til vill ekki undarlegt í ljósi þess að þessir aðilar eru þegar nokkuð brenndir af fjárfestingum sínum frá því fyrir hrun og því ekki líklegt að þeir yrðu áfjáðir í að koma með nýjan gjaldeyri til landsins í gegnum álandsmarkaðinn eins og fjárfestingarleiðin gerir ráð fyrir til þess að nota á móti aflandskrónum sínum. Jafnframt er rétt að vekja athygli á að einungis þær aflandskrónur sem hafa verið í samfelldu eignarhaldi frá upptöku gjaldeyrishafta hinn 28. nóvember 2008 hafa verið gjaldgengar til þátttöku í fjárfestingarleiðinni. Fyrirspurnum blaðamanna um nöfn einstakra þátttakenda í útboðum er bankanum óheimilt að svara og vísast þar til þagnarskylduákvæða laga um Seðlabanka Íslands. Þetta veit leiðarahöfundur og ætti að upplýsa lesendur sína um í stað þess að haga texta sínum þannig að það sé af sjálfstæðum vilja eða þjónkun við einhverja annarlega hagsmuni að Seðlabankinn upplýsir ekki um þetta. Vangaveltum leiðarahöfundar um hundruð erlendra eignarhaldsfélaga sem stofnuð voru í skattaskjólum á árunum fyrir hrun og hugsanlega þátttöku þeirra í útboðum verða að vera hans vangaveltur. Rétt er að undirstrika að samkvæmt skilmálum fjárfestingarleiðarinnar er skýrt kveðið á um að til þess að geta tekið þátt í útboðum megi fjárfestir eða lögaðili þar sem hann á eða átti sæti í stjórn eða er eða var í forsvari fyrir, ekki hafa verið ákærður af handhafa ákæruvalds eða kærður til lögreglu af Seðlabankanum, og máli vegna þess sé enn ólokið hjá ákæruvaldi eða lögreglu, eða hafa vanefnt verulega óuppgerða stjórnvaldssekt eða sátt; allt vegna brota á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, og reglum settum á grundvelli þeirra. Þannig eru gerðar mjög skýrar kröfur til þátttakenda. Jafnframt gera skilmálar fjárfestingarleiðarinnar kröfu til þess að fjárfestir sanni á sér deili gagnvart Seðlabankanum með hliðstæðum hætti og þeim sem mælt er fyrir um í a. og b. liðum 1. mgr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ef fjárfestir er lögaðili skal hann afhenda afrit af samþykktum félagsins (fjárfestisins), og jafnframt afhenda yfirlit yfir hluthafa og eigendur fjárfestis. Upplýsa skal Seðlabankann um eignarhald á fjárfesti og þá hver sé raunverulegur eigandi fjárfestis samkvæmt fyrrnefndum lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka. Fjárfestir skal staðfesta að hann sé raunverulegur eigandi fjármunanna, svo og að viðskiptin séu framkvæmd fyrir eigin reikning fjárfestisins en ekki fyrir hönd annars/annarra aðila. Fullyrðing í niðurlagi leiðarans um að valinn hópur fái að snúa aftur inn í hagkerfið með meðgjöf frá Seðlabankanum er röng. Eins og áður kom fram eru þátttakendur í fjárfestingarleiðinni að selja gjaldeyrinn þeim aflandskrónueigendum sem kaupa vilja. Útboð Seðlabankans eru vettvangur þessara aðila til að eiga viðskipti sín á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Óþolandi ógagnsæi Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. 11. maí 2012 06:00 Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær eru settar fram staðhæfingar tengdar gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands sem sumpart byggja á misskilningi eða eru rangar. Fullyrt er ranglega að í fyrsta sinn hinn 9. maí sl. hafi verið greint frá fjárhæð fjármuna til fjárfestinga samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Í lok fyrri útboða hefur ávallt verið greint frá fjárhæð og fjölda tekinna tilboða í fjárfestingarleiðinni. Hafa ber í huga í þessu samhengi að helmingur erlendu fjárfestingarinnar í hverju tilviki kemur inn í gegnum útboð bankans en hinn helmingurinn með sölu gjaldeyris hjá innlendum banka. Fullyrt er ranglega að þátttakendur í fjárfestingarleiðinni fái gefins fjármuni með þátttöku í útboðum. Þátttakendur í útboðum samkvæmt fjárfestingarleið eru í reynd að eiga viðskipti við erlenda aðila sem eiga innlendar eignir í formi innlána eða skuldabréfa, svonefndar aflandskrónur. Seðlabankinn er í því hlutverki að skapa vettvang fyrir aðila sem fjárfesta vilja á Íslandi til að selja gjaldeyri þeim erlendu aðilum sem selja vilja krónur. Þarna er um markaðsviðskipti að ræða og því fjarri lagi að einhver fái eitthvað gefins, hvað þá að hið opinbera sé með meðgjöf eins og einhverjir kunna að túlka leiðaratextann. Ummæli seðlabankastjóra frá nóvember 2011 um að með opnun fjárfestingarleiðarinnar væri verið að opna leið fyrir aflandskrónur til fjárfestinga í íslensku atvinnulífi stendur óhögguð enda hafa aflandskrónur komið inn í íslenskt efnahagslíf í gegnum útboðsferilinn samkvæmt fjárfestingarleiðinni sem nemur liðlega 25 ma.kr. Hitt er svo annað mál og kann að hafa valdið misskilningi í þessu sambandi að lítill áhugi hefur verið af hálfu aflandskrónueigendanna sjálfra að sækja um flutning á þeim krónum til fjárfestinga á þeirra eigin vegum hér á landi en við það var átt í fréttatilkynningu bankans frá 9. maí sl. Það er ef til vill ekki undarlegt í ljósi þess að þessir aðilar eru þegar nokkuð brenndir af fjárfestingum sínum frá því fyrir hrun og því ekki líklegt að þeir yrðu áfjáðir í að koma með nýjan gjaldeyri til landsins í gegnum álandsmarkaðinn eins og fjárfestingarleiðin gerir ráð fyrir til þess að nota á móti aflandskrónum sínum. Jafnframt er rétt að vekja athygli á að einungis þær aflandskrónur sem hafa verið í samfelldu eignarhaldi frá upptöku gjaldeyrishafta hinn 28. nóvember 2008 hafa verið gjaldgengar til þátttöku í fjárfestingarleiðinni. Fyrirspurnum blaðamanna um nöfn einstakra þátttakenda í útboðum er bankanum óheimilt að svara og vísast þar til þagnarskylduákvæða laga um Seðlabanka Íslands. Þetta veit leiðarahöfundur og ætti að upplýsa lesendur sína um í stað þess að haga texta sínum þannig að það sé af sjálfstæðum vilja eða þjónkun við einhverja annarlega hagsmuni að Seðlabankinn upplýsir ekki um þetta. Vangaveltum leiðarahöfundar um hundruð erlendra eignarhaldsfélaga sem stofnuð voru í skattaskjólum á árunum fyrir hrun og hugsanlega þátttöku þeirra í útboðum verða að vera hans vangaveltur. Rétt er að undirstrika að samkvæmt skilmálum fjárfestingarleiðarinnar er skýrt kveðið á um að til þess að geta tekið þátt í útboðum megi fjárfestir eða lögaðili þar sem hann á eða átti sæti í stjórn eða er eða var í forsvari fyrir, ekki hafa verið ákærður af handhafa ákæruvalds eða kærður til lögreglu af Seðlabankanum, og máli vegna þess sé enn ólokið hjá ákæruvaldi eða lögreglu, eða hafa vanefnt verulega óuppgerða stjórnvaldssekt eða sátt; allt vegna brota á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, og reglum settum á grundvelli þeirra. Þannig eru gerðar mjög skýrar kröfur til þátttakenda. Jafnframt gera skilmálar fjárfestingarleiðarinnar kröfu til þess að fjárfestir sanni á sér deili gagnvart Seðlabankanum með hliðstæðum hætti og þeim sem mælt er fyrir um í a. og b. liðum 1. mgr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ef fjárfestir er lögaðili skal hann afhenda afrit af samþykktum félagsins (fjárfestisins), og jafnframt afhenda yfirlit yfir hluthafa og eigendur fjárfestis. Upplýsa skal Seðlabankann um eignarhald á fjárfesti og þá hver sé raunverulegur eigandi fjárfestis samkvæmt fyrrnefndum lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka. Fjárfestir skal staðfesta að hann sé raunverulegur eigandi fjármunanna, svo og að viðskiptin séu framkvæmd fyrir eigin reikning fjárfestisins en ekki fyrir hönd annars/annarra aðila. Fullyrðing í niðurlagi leiðarans um að valinn hópur fái að snúa aftur inn í hagkerfið með meðgjöf frá Seðlabankanum er röng. Eins og áður kom fram eru þátttakendur í fjárfestingarleiðinni að selja gjaldeyrinn þeim aflandskrónueigendum sem kaupa vilja. Útboð Seðlabankans eru vettvangur þessara aðila til að eiga viðskipti sín á milli.
Óþolandi ógagnsæi Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það. 11. maí 2012 06:00
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun