Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 23-26 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2012 15:28 Mynd/Vilhelm Akureyri styrkti stöðu sína í efri hluta N1-deildar karla með góðum útivallarsigri á FH í kvöld. Hafnfirðingar náðu þó að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik en gáfu eftir á lokamínútunum. Heilt yfir var niðurstaðan sanngjörn. Akureyri spilaði betur í fyrri hálfleik og var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Sóknarleikurinn var öflugur með Bergvin Þór Gíslason fremstan í flokki en þessi fyrrum hornamaður átti frábæran leik í skyttustöðunni í kvöld. FH-ingar voru allt annað en sannfærandi í fyrri hálfleik og engu líkara en að tapið gegn Haukum um helgina hafi enn setið í leikmönnum liðsins. Varnarleikurinn var flatur en auk þess virtist allt falla gestunum í hag. Heimamenn byrjuðu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti, sérstaklega í vörn og fylgdi þá markvarslan í kjölfarið. FH skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hálfleiksins og héldu gestunum í aðeins þremur mörkum á rúmum 20 mínútum. FH komst svo tveimur mörkum yfir, 19-17, en þá fór að draga saman með liðunum á ný. Vörnin small aftur hjá gestunum og FH-ingar áttu ekkert svar. Akureyringar skoruðu sex mörk í röð og kláruðu leikinn. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mikilvæg mörk á þessum kafla og sá nánast alfarið um að tryggja sigur sinna manna. Leikur Akureyringa var þó ekki gallalaus en á hægri vængnum skoraði Geir Guðmundsson aðeins eitt mark úr þrettán tilraunum. Jovan Kukobat sýndi þó mörg fín tilþrif í markinu og Guðlaugur sýndi að hann hefur engu gleymt í vörninni. FH-ingar eiga miklu meira inni en þeir sýndu í kvöld. Ásbjörn Friðriksson þarf að komast betur inn í leik liðsins og þá spilaði Logi Geirsson ekkert í kvöld. Þegar vel gengur geta Hafnfirðingar verið fljótir að snúa leikjum sér í hag en í kvöld sást hversu fljótt þeir geta misst tökin á ný.Ásbjörn: Sóknarleikurinn klikkaði í lokin FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er sífellt að komast betur inn í leik liðsins eftir að hafa komið til aftur til félagsins frá Svíþjóð fyrir stuttu. Það dugði þó ekki til í kvöld en Ásbjörn sýndi þó ágæt tilþrif inn á milli. „Við stressuðumst upp á lokakaflanum og fórum illa með þau færi sem við fengum," sagði Ásbjörn um síðustu mínútur leiksins þegar að Akureyringar sigu fram úr. „Þeir ganga á lagið með því að skora úr seinni bylgjum og í uppstilltum sóknum. Við náðum ekki að vinna okkur út úr því." „Það er skrýtið því við töldum okkur hafa fundið lausnina við þeirra varnarleik." ÁSbjörn var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í fyrri hálfleik. „Sextán mörk í einum hálfleik er allt of mikið. Við löguðum það þó í seinni hálfleik en þá klikkaði sóknarleikurinn þegar mest á reyndi." FH hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð en Ásbjörn telur að liðið eigi meira inni. „Nú dugir ekkert annað en að vera duglegir að æfa og spila okkur betur saman. Við þurfum að ná floti í okkar sóknarleik og meiri grimmd í vörnina." „Það er klárt mál að við munum bæta okkar leik eftir því sem líður á tímabilið."Bergvin: Þetta var okkar dagur Bergvin Þór Gíslason átti frábæran leik fyrir Akureyri í kvöld. Hann nýtti skotin sín vel, skoraði sex mörk og lagði upp mörg önnur fyrir félaga sína. Akureyri var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu 20 mínútum í seinni hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik að halda rónni og halda okkar striki. En það gekk alls ekki upp og þeir settu grimmt á okkur." „Við náðum svo að koma til baka þegar við náðum að stilla upp vörninni okkar. Þá vorum við nokkuð góðir og þeir áttu erfitt með að skora á okkur." „Það má vera að við vorum þreyttir eftir bikarleikinn gegn Víkingum þar sem var tvíframlengt en þetta hafðist að lokum," sagði Bergvin. „Heilt yfir var þetta okkar dagur, þrátt fyrir að við duttum niður í seinni hálfleik. Við vorum að fá mörg fráköst og skot láku inn sem voru ekkert mjög góð. Það breytti miklu fyrir okkur."Bjarni: Sigur liðsheildarinnar Bjarni Fritzson, hornamaður og annar þjálfari Akureyringa, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á FH í kvöld. „Þetta var mjög erfiður leikur," sagði hann. „Liðsheildin var frábær hjá okkur og hún skóp sigurinn hjá okkur. Sóknarleikurinn var mjög agaður og vörnin öflug á köflum." Akureyringar voru þó lengi í gang í seinni hálfleik og hleyptu FH-ingum fram úr sér eftir að hafa verið með fjögurra marka forystu í hálfleik. „Við vorum að fara illa með mörg færi og varamarkvörðurinn þeirra, hann Siggi, átti mjög flotta innkomu og breytti leiknum fyrir þá. Menn þurftu að átta sig á því að þetta væri enginn byrjandi í markinu og byrja að skjóta almennilega á hann. Þegar það gerðist þá datt þetta okkar megin." Guðlaugur Arnarsson er kominn í vörn Akureyringa á ný eftir að hafa lagt skóna á hilluna síðastliðið vor. „Við höfum misst nokkuð marga menn undanfarið og hann kom því inn til að redda málunum fyrir okkur. Hann var flottur og varnarleikurinn góður, heilt á litið. Markvarslan var góð eftir því." Guðmundur Hólmar Helgason steig upp í lokin og skoraði nokkur mikilvæg mörk fyrir Akureyri. Þá átti Bergvin Þór Gíslason góðan leik. „Við vitum nákvæmlega hvað Guðmundur getur. Hann hefur æft eins og skepna og spilaði mjög vel gegn Víkingi í bikarnum. Hann er að finna sig mjög vel á miðjunni og Bergvin er að koma mjög öflugur inn í skyttustöðuna. Þeir eru flottir." Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Akureyri styrkti stöðu sína í efri hluta N1-deildar karla með góðum útivallarsigri á FH í kvöld. Hafnfirðingar náðu þó að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik en gáfu eftir á lokamínútunum. Heilt yfir var niðurstaðan sanngjörn. Akureyri spilaði betur í fyrri hálfleik og var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Sóknarleikurinn var öflugur með Bergvin Þór Gíslason fremstan í flokki en þessi fyrrum hornamaður átti frábæran leik í skyttustöðunni í kvöld. FH-ingar voru allt annað en sannfærandi í fyrri hálfleik og engu líkara en að tapið gegn Haukum um helgina hafi enn setið í leikmönnum liðsins. Varnarleikurinn var flatur en auk þess virtist allt falla gestunum í hag. Heimamenn byrjuðu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti, sérstaklega í vörn og fylgdi þá markvarslan í kjölfarið. FH skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hálfleiksins og héldu gestunum í aðeins þremur mörkum á rúmum 20 mínútum. FH komst svo tveimur mörkum yfir, 19-17, en þá fór að draga saman með liðunum á ný. Vörnin small aftur hjá gestunum og FH-ingar áttu ekkert svar. Akureyringar skoruðu sex mörk í röð og kláruðu leikinn. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mikilvæg mörk á þessum kafla og sá nánast alfarið um að tryggja sigur sinna manna. Leikur Akureyringa var þó ekki gallalaus en á hægri vængnum skoraði Geir Guðmundsson aðeins eitt mark úr þrettán tilraunum. Jovan Kukobat sýndi þó mörg fín tilþrif í markinu og Guðlaugur sýndi að hann hefur engu gleymt í vörninni. FH-ingar eiga miklu meira inni en þeir sýndu í kvöld. Ásbjörn Friðriksson þarf að komast betur inn í leik liðsins og þá spilaði Logi Geirsson ekkert í kvöld. Þegar vel gengur geta Hafnfirðingar verið fljótir að snúa leikjum sér í hag en í kvöld sást hversu fljótt þeir geta misst tökin á ný.Ásbjörn: Sóknarleikurinn klikkaði í lokin FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er sífellt að komast betur inn í leik liðsins eftir að hafa komið til aftur til félagsins frá Svíþjóð fyrir stuttu. Það dugði þó ekki til í kvöld en Ásbjörn sýndi þó ágæt tilþrif inn á milli. „Við stressuðumst upp á lokakaflanum og fórum illa með þau færi sem við fengum," sagði Ásbjörn um síðustu mínútur leiksins þegar að Akureyringar sigu fram úr. „Þeir ganga á lagið með því að skora úr seinni bylgjum og í uppstilltum sóknum. Við náðum ekki að vinna okkur út úr því." „Það er skrýtið því við töldum okkur hafa fundið lausnina við þeirra varnarleik." ÁSbjörn var ekki ánægður með varnarleik sinna manna í fyrri hálfleik. „Sextán mörk í einum hálfleik er allt of mikið. Við löguðum það þó í seinni hálfleik en þá klikkaði sóknarleikurinn þegar mest á reyndi." FH hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð en Ásbjörn telur að liðið eigi meira inni. „Nú dugir ekkert annað en að vera duglegir að æfa og spila okkur betur saman. Við þurfum að ná floti í okkar sóknarleik og meiri grimmd í vörnina." „Það er klárt mál að við munum bæta okkar leik eftir því sem líður á tímabilið."Bergvin: Þetta var okkar dagur Bergvin Þór Gíslason átti frábæran leik fyrir Akureyri í kvöld. Hann nýtti skotin sín vel, skoraði sex mörk og lagði upp mörg önnur fyrir félaga sína. Akureyri var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, en skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu 20 mínútum í seinni hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik að halda rónni og halda okkar striki. En það gekk alls ekki upp og þeir settu grimmt á okkur." „Við náðum svo að koma til baka þegar við náðum að stilla upp vörninni okkar. Þá vorum við nokkuð góðir og þeir áttu erfitt með að skora á okkur." „Það má vera að við vorum þreyttir eftir bikarleikinn gegn Víkingum þar sem var tvíframlengt en þetta hafðist að lokum," sagði Bergvin. „Heilt yfir var þetta okkar dagur, þrátt fyrir að við duttum niður í seinni hálfleik. Við vorum að fá mörg fráköst og skot láku inn sem voru ekkert mjög góð. Það breytti miklu fyrir okkur."Bjarni: Sigur liðsheildarinnar Bjarni Fritzson, hornamaður og annar þjálfari Akureyringa, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á FH í kvöld. „Þetta var mjög erfiður leikur," sagði hann. „Liðsheildin var frábær hjá okkur og hún skóp sigurinn hjá okkur. Sóknarleikurinn var mjög agaður og vörnin öflug á köflum." Akureyringar voru þó lengi í gang í seinni hálfleik og hleyptu FH-ingum fram úr sér eftir að hafa verið með fjögurra marka forystu í hálfleik. „Við vorum að fara illa með mörg færi og varamarkvörðurinn þeirra, hann Siggi, átti mjög flotta innkomu og breytti leiknum fyrir þá. Menn þurftu að átta sig á því að þetta væri enginn byrjandi í markinu og byrja að skjóta almennilega á hann. Þegar það gerðist þá datt þetta okkar megin." Guðlaugur Arnarsson er kominn í vörn Akureyringa á ný eftir að hafa lagt skóna á hilluna síðastliðið vor. „Við höfum misst nokkuð marga menn undanfarið og hann kom því inn til að redda málunum fyrir okkur. Hann var flottur og varnarleikurinn góður, heilt á litið. Markvarslan var góð eftir því." Guðmundur Hólmar Helgason steig upp í lokin og skoraði nokkur mikilvæg mörk fyrir Akureyri. Þá átti Bergvin Þór Gíslason góðan leik. „Við vitum nákvæmlega hvað Guðmundur getur. Hann hefur æft eins og skepna og spilaði mjög vel gegn Víkingi í bikarnum. Hann er að finna sig mjög vel á miðjunni og Bergvin er að koma mjög öflugur inn í skyttustöðuna. Þeir eru flottir."
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira