Mútur eða námskeið í faglegum vinnubrögðum? Anna Margrét Guðjónsdóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Í nýlegri skýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika á Íslandi eru m.a. dregnar fram þær megináherslur sem íslensk stjórnvöld þurfa að vinna að til að byggja upp atvinnulíf til framtíðar. Meðal þess sem þar er dregið fram er langtíma stefnumörkun, bætt menntun, aukin verðmætasköpun o.fl. Í framhaldi af ábendingum McKinsey er athyglisvert að beina sjónum að hinum svokölluðu IPA-styrkjum Evrópusambandsins sem standa Íslendingum til boða meðan á aðildarviðræðum stendur. Styrkirnir lúta í megindráttum sömu reglum og byggðastyrkir Evrópusambandsins þar sem gerðar eru miklar kröfur um öguð vinnubrögð. Skýr stefnumótun, langtíma áætlanagerð, skýr ábyrgð, samráð og samvinna er meðal þess sem styrkþegar þurfa að geta sýnt fram á áður en þeim er úthlutaður styrkur. Með öðrum orðum – úthald í faglegum vinnubrögðum. Undanfarna mánuði hef ég verið fengin til að aðstoða fjölmarga aðila, um allt land, við að skilgreina hugmyndir og móta verkefni sem eru grunnur að umsóknum um IPA-styrki. Á þessum tíma hef ég séð hvernig ólíkir aðilar hafa tekið höndum saman um að undirbúa eða styrkja ýmiss konar nýsköpun, efla atvinnugreinar sem kalla á fjölbreytta menntun, stofna til nýrra námsbrauta á framhalds- og háskólastigi, styrkja námsframboð símenntunarmiðstöðva, tengja saman háskóla og atvinnulífið og svo mætti lengi telja. Ég hef orðið vitni að því þegar fólk um allt land leggst á árarnar við að skapa nýja hugsun í atvinnu- og menntamálum, sem byggir á auðlindum þekkingar og náttúru. Þetta eru sömu vinnubrögð og viðhöfð eru í þeim ríkjum sem McKinsey nefnir sem eftirsóknarverðar fyrirmyndir fyrir Ísland. Andstæðingar Evrópusambandsins kalla IPA-styrkina mútur. Það eru auðvitað öfugmæli. Það er nær að líta á þá sem ókeypis námskeið í faglegum vinnubrögðum, í takt við ábendingar skýrslunnar. Námskeiðið er rétt að byrja en ég vona að við Íslendingar ljúkum því með láði, tileinkum okkur ný vinnubrögð og verðum í framhaldinu þjóð meðal þjóða. Höfundur sækist eftir 3.–4. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu McKinsey um hagvaxtarmöguleika á Íslandi eru m.a. dregnar fram þær megináherslur sem íslensk stjórnvöld þurfa að vinna að til að byggja upp atvinnulíf til framtíðar. Meðal þess sem þar er dregið fram er langtíma stefnumörkun, bætt menntun, aukin verðmætasköpun o.fl. Í framhaldi af ábendingum McKinsey er athyglisvert að beina sjónum að hinum svokölluðu IPA-styrkjum Evrópusambandsins sem standa Íslendingum til boða meðan á aðildarviðræðum stendur. Styrkirnir lúta í megindráttum sömu reglum og byggðastyrkir Evrópusambandsins þar sem gerðar eru miklar kröfur um öguð vinnubrögð. Skýr stefnumótun, langtíma áætlanagerð, skýr ábyrgð, samráð og samvinna er meðal þess sem styrkþegar þurfa að geta sýnt fram á áður en þeim er úthlutaður styrkur. Með öðrum orðum – úthald í faglegum vinnubrögðum. Undanfarna mánuði hef ég verið fengin til að aðstoða fjölmarga aðila, um allt land, við að skilgreina hugmyndir og móta verkefni sem eru grunnur að umsóknum um IPA-styrki. Á þessum tíma hef ég séð hvernig ólíkir aðilar hafa tekið höndum saman um að undirbúa eða styrkja ýmiss konar nýsköpun, efla atvinnugreinar sem kalla á fjölbreytta menntun, stofna til nýrra námsbrauta á framhalds- og háskólastigi, styrkja námsframboð símenntunarmiðstöðva, tengja saman háskóla og atvinnulífið og svo mætti lengi telja. Ég hef orðið vitni að því þegar fólk um allt land leggst á árarnar við að skapa nýja hugsun í atvinnu- og menntamálum, sem byggir á auðlindum þekkingar og náttúru. Þetta eru sömu vinnubrögð og viðhöfð eru í þeim ríkjum sem McKinsey nefnir sem eftirsóknarverðar fyrirmyndir fyrir Ísland. Andstæðingar Evrópusambandsins kalla IPA-styrkina mútur. Það eru auðvitað öfugmæli. Það er nær að líta á þá sem ókeypis námskeið í faglegum vinnubrögðum, í takt við ábendingar skýrslunnar. Námskeiðið er rétt að byrja en ég vona að við Íslendingar ljúkum því með láði, tileinkum okkur ný vinnubrögð og verðum í framhaldinu þjóð meðal þjóða. Höfundur sækist eftir 3.–4. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar