Erlent

Krókódíla-hrekkur endar með skelfingu

Krókódílar eru engin lömb að leika sér við, enda krókódílar.
Krókódílar eru engin lömb að leika sér við, enda krókódílar.
Þjálfari ruðningsliðs í Bandaríkjunum langaði aðeins að hrekkja liðsmenn sína og pumpa upp andann fyrir komandi leiktíð. Af því tilefni leigði hann lifandi krókódíl, kom með hann á æfingu og fékk krókódílatemjara til að klæða sig upp sem ruðningsmann og glíma við dýrið.

Það fór þó ekki betur en svo að krókódílatemjarinn rann og datt í átökunum við dýrið og á svipstundu hafði krókódíllinn læst sig um lærið á honum. Ruðningsliðið fylgdist með í fullkominni skelfingu.



„Þetta var klikkun!" sagði einn liðsmaður. Annar sagði að árás krókódílsins hefði gerst svo snögglega og verið svo hröð að þeir hefðu ekki einu sinni séð hana. „Skyndilega var hann bara með skoltinn utan um manninn."

Að lokum tókst að losa krókódílinn af löpp temjarans sem reyndist ekki alvarlega slasaður.

„Við erum alltaf að reyna að skapa ógleymanlegar minningar hérna," sagði þjálfarinn. „Ég held það hafi bara tekist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×