Erlent

Jarðskjálfti í Japan

Harður jarðskjálfti skók japanska jörð í morgun sem fannst víða, meðal annars í Fukushima og höfuðborginni Tókyó.

Jarðskjálfti upp á sjö á richter reið yfir austur og norðausturhluta landsins klukkan hálf sjö í morgun. Hann átti upptök sín á um þrjúhundruð og fimmtíu kílómetra dýpi við eyjuna Torishima sem er í tæplega sexhundruð kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Engar fregnir hafa borist af manntjóni og flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út.

Skjálftinn hafði áhrif á samgöngur í landinu, en lestar voru til að mynda kyrrsettar um stund á skjálftasvæðunum.

Skjálftinn fannst víða, þar á meðal í borginni Fukushima, sem varð afar illa úti í jarðskálfta upp á níu á richter í mars á síðasta ári og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið. Engar fréttir hafa borist af skemmdum á kjarnorkuverinu sem þar er staðsett. Japanska fréttastofan NHK flutti fregnir af skjálftanum í morgun og fullytri að öll kjarnorkuver í landinu væru óskemmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×