Erlent

Fyrrverandi meðlimur japanskrar trúarreglu gefur sig fram

Meðlimir  Aum Shinrikyo minnast leiðtoga síns.
Meðlimir Aum Shinrikyo minnast leiðtoga síns. mynd/AFP
Fyrrverandi meðlimur trúarreglunnar Aum Shinrikyo í Japan hefur gefið sig fram eftir að hafa verið eftirlýstur í 17 ár. Söfnuðurinn stóð að baki efnavopnaárás í neðanjarðarlestarstöð í Tókýó árið 1995. 13 létust í árásinni og rúmlega 6.000 særðust.

Maðurinn var eftirlýstur í tengslum við mannrán en hann grunaður um að hafa numið bróður eins fylgismanns Aum Shinrikyo á brott. Yfirvöld í Japan segja að fórnarlambið hafi látist í höfuðstöðvum sértrúarsafnaðarins.

Lögreglan í Japan hefur handsamað flesta meðlimi sérstrúarsafnaðarins, aðeins eru tveir sem enn ganga lausir. Tæplega 200 meðlimir Aum Shinrikyo hafa verið sakfelldir fyrir sinn hlut í árásinni. Þrettán af þeim hafa hlotið dauðadóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×