Gat ekki fest son sinn í bílstól vegna ölvunar 27. nóvember 2012 15:50 Myndin er úr safni. Hæstiréttur Íslands gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka aftur upp og dæma til lausnar ákæruliði gegn föður sem hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu barns síns í hættu með því að aka ofurölvi með það þegar hann sótti barnið á leikskóla. Héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn hefur þegar verið dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsir því sjálfur. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslunni að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heils og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn hafi verið óljós. Því er Hæstiréttur ósammála, manninum sé gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, er héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands gerði Héraðsdómi Reykjavíkur að taka aftur upp og dæma til lausnar ákæruliði gegn föður sem hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu barns síns í hættu með því að aka ofurölvi með það þegar hann sótti barnið á leikskóla. Héraðsdómur vísaði liðnum frá þar sem hann þótti óskýr. Maðurinn hefur þegar verið dæmdur fyrir að ölvunarakstur þegar hann sótti son sinn á leikskóla í maí árið 2011. Hann var þá dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í sekt, ella sæta fangelsi í átján daga. Maðurinn segist hafa drukkið kvöldið áður en hann sótti son sinn, hann hafi verið timbraður umræddan dag. Sjálfur lýsir hann atvikinu þannig að eftir að hafa lagt sig heima hjá sér hafi hann vaknað um klukkan þrjú um daginn. Hafi hann svo farið út í hesthús og gefið hestum sínum. Jafnframt hafi hann fengið sér einn bjór að drekka við timburmönnunum. Um fjögurleytið hafi hann farið að sækja son sinn í leikskólann og ekið með hann heim. Þegar þangað kom, 3 – 4 mínútum síðar, hafi hann fengið sér annan bjór. Hann hafi svo orðið þess áskynja að barnið var sofnað og góð ráð því verið dýr. Hann hafi þá tekið þann kost að drekka 3 eða 4 bjóra í viðbót, enda hafi hann verið máttlaus og illa á sig kominn, eftir gærkvöldið eins og hann lýsir því sjálfur. Þegar hann hafi stigið út úr bílnum hafi lögreglumaður komið þar að. Maðurinn segir um það sem haft er eftir honum í lögregluskýrslunni að hann hafi sagt að hann hefði ekki ekið undir áhrifum áfengis. Starfsfólki leikskólans ber saman um það að áfengisþefur hafi verið af manninum þegar hann kom að sækja barnið og að áfengisáhrif hafi verið greinanleg á honum. Hafi hann verið breyttur í fasi og hreyfingum og skrafhreifnari en venjulega. Þá sögðu þær að hann hafi fengið hjálp hjá einhverjum nærstöddum við að festa barnið í bílstólinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi manninn sekan um að aka undir áhrifum áfengis,en hann mældist með yfir 3‰ af áfengi í blóðinu, og er því óhætt að fullyrða að maðurinn hafi verið verulega drukkinn. Dómari sýknaði hann hinsvega af ákæru um að hann hefði stofnað heils og lífi sonar síns í hættu þar sem ákæruliðurinn hafi verið óljós. Því er Hæstiréttur ósammála, manninum sé gefið að sök að hafa stofnað barninu í verulega hættu með því að aka ofurölvi með það að heimili sínu, er héraðsdómi því gert að dæma þann lið ákærunnar.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira