Töluverð skjálftavirkni viðrist hafa verið út af Eyjafirði og beggja vegna fjarðarins í nótt, samkvæmt skjálftakorti á heimasíðu Veðurstofunnar.
Hinsvegar fengust þær upplýsingar á Veðurstofunni að þetta kunni að verða rakið til einhverskonar ruglings í mælum og jarðvísindamaður á bakvakt sá til dæmis ekki ástæðu til að mæta til vinnu vegna þessa.
Allir skjálftarnir, sem mælarnir sýna, voru undir tveimur stigum.

