Stúdentakjallarinn "þjófstartar" á laugardaginn BBI skrifar 27. nóvember 2012 18:49 Langþráður draumur þjakaðra háskólanema í prófatörn verður loks að veruleika á laugardaginn næsta þegar Stúdentakjallarinn opnar við Háskólatorg. Ekki verður þó um eiginlega opnun að ræða því enn á eftir að útvega vínveitingaleyfi, leggja lokahönd á húsnæðið og fleira í þeim dúr. „Við köllum þetta þjófstart," segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs. „En það stóð alltaf til að opna 1. desember og við ætlum að standa við það, leyfa fólki að sjá staðinn og vera með smá dagskrá." Sérstakt boðskort verður sent til allra nemenda háskólans á morgun og þeim boðið að koma og taka nýja staðinn út. Staðurinn verður hins vegar ekki opinn yfir prófatörnina að þessu sinni enda er hann ekki alveg tilbúinn. Markmiðið er að full starfsemi hefjist um miðjan desember eða fyrir áramót. Starfsfólk Stúdentakjallarans verða að mestu leyti nemendur. „En nemendur þurfa auðvitað að fara í próf, eins og gengur og gerist og þess vegna er nauðsynlegt að hafa einhverja sem ekki eru við nám í háskólanum," segir Sara. „Það verður sál í Stúdentakjallaranum," segir Sara sem er ekki í neinum vafa um að staðurinn verði hlýlegri og meira kósí en Háskólatorg, sem er opin bygging sem minnir einna helst á flugvöll. „Við erum búin að vera að safna gömlum húsgögnum, endurbólstra stóla sem voru á gamla Stúdentakjallaranum og fleira. Svo þetta verður svona gamalt í bland við nýtt," segir hún. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Langþráður draumur þjakaðra háskólanema í prófatörn verður loks að veruleika á laugardaginn næsta þegar Stúdentakjallarinn opnar við Háskólatorg. Ekki verður þó um eiginlega opnun að ræða því enn á eftir að útvega vínveitingaleyfi, leggja lokahönd á húsnæðið og fleira í þeim dúr. „Við köllum þetta þjófstart," segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs. „En það stóð alltaf til að opna 1. desember og við ætlum að standa við það, leyfa fólki að sjá staðinn og vera með smá dagskrá." Sérstakt boðskort verður sent til allra nemenda háskólans á morgun og þeim boðið að koma og taka nýja staðinn út. Staðurinn verður hins vegar ekki opinn yfir prófatörnina að þessu sinni enda er hann ekki alveg tilbúinn. Markmiðið er að full starfsemi hefjist um miðjan desember eða fyrir áramót. Starfsfólk Stúdentakjallarans verða að mestu leyti nemendur. „En nemendur þurfa auðvitað að fara í próf, eins og gengur og gerist og þess vegna er nauðsynlegt að hafa einhverja sem ekki eru við nám í háskólanum," segir Sara. „Það verður sál í Stúdentakjallaranum," segir Sara sem er ekki í neinum vafa um að staðurinn verði hlýlegri og meira kósí en Háskólatorg, sem er opin bygging sem minnir einna helst á flugvöll. „Við erum búin að vera að safna gömlum húsgögnum, endurbólstra stóla sem voru á gamla Stúdentakjallaranum og fleira. Svo þetta verður svona gamalt í bland við nýtt," segir hún.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira