Erlent

Bandaríkjamenn loka Megaupload, Anonymous boðar árásir

Bandarísk yfirvöld látið loka vefsíðunni Megaupload, einni stærstu niðurhals-vefsíðu heimsins.

Jafnframt voru sjö aðstandendur síðunnar ákærðir fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað. Fjórir þeirra voru handteknir á Nýja Sjálandi en þrír ganga enn lausir. Alls voru húsleitir gerðar í níu löndum og hald lagt á eignir upp á um 50 milljónir dollara.

Hinn þekkti tölvuþrjótahópur Anonymous hefur brugðist við þessu með hótunum um stórfelldar tölvuárásir á opinberar vefsíður í Bandaríkjunum. Hópurinn er byrjaður á árásum sínum og er vefsíða bandaríska dómsmálaráðuneytisins meir og minna óvirk í augnablikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×