Erlent

Rokkarar teknir fyrir byssueign

Tveir danskir meðlimir í Bandidos eru í gæsluvarðhaldi fyrir að eiga hríðskotabyssur, en vopnin hafa ekki fundist enn.
Tveir danskir meðlimir í Bandidos eru í gæsluvarðhaldi fyrir að eiga hríðskotabyssur, en vopnin hafa ekki fundist enn.
Tveir meðlimir í vélhjólagengi, svokallaðir rokkarar, voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í bæjarréttinum í Kaupmannahöfn vegna ólöglegrar byssueignar.

Mennirnir, sem eru 26 og 36 ára, eru meðlimir í vélhjólaklíkunni Bandidos. Þeir eru sakaðir um að hafa hríðskotariffla og skotfæri undir höndum, en vopnin hafa ekki fundist. Þeir verða í haldi til 6. febrúar. Málið hefur verið í rannsókn lengi og tengist öðrum svipuðum málum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×