Fyrsta barnabókin í 13 ár 11. janúar 2012 10:00 Andri Snær Magnason er þessa dagana að leggja lokahönd á sína fyrstu barnabók í þrettán ár. fréttablaðið/stefán Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira