Fyrsta barnabókin í 13 ár 11. janúar 2012 10:00 Andri Snær Magnason er þessa dagana að leggja lokahönd á sína fyrstu barnabók í þrettán ár. fréttablaðið/stefán Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er með nýja barnabók í smíðum sem fjallar um konung sem hefur sigrað heiminn. „Þessi hugmynd er búin að blunda í mér í ýmsum myndum í tíu ár. En það hefur ýmislegt skotist fram fyrir í röðinni,“ segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er með nýja barnabók í smíðum sem hefur fengið vinnuheitið Mjallhvítarkistan. Í henni er vísað í gömlu ævintýrin. „Hún fjallar um konung sem er búinn að sigra heiminn og ræður öllu en það sem hann hefur enga stjórn á er tíminn,“ upplýsir Andri Snær. „Hann hefur ekki tíma til að njóta alls sem hann hefur eignast og finnst ósanngjarnt að hann sem ræður öllu gæti þess vegna lifað skemur en ómerkilegur betlari. Og að prinsessan fagra muni eldast og gleymast eins og hvaða ómerkilega mannsekja sem er. Hann fær ákveðna lausn á þessu máli en þá fer allt í vitleysu.“ Andri Snær ætlaði að gefa bókina út núna fyrir jólin en hafði sjálfur ekki nægan tíma, líkt og konungurinn í ævintýrinu hans. „Ég vildi ekki taka hana með keisaraskurði fyrir jólin. Ég hef núna góða fjóra mánuði til að liggja yfir henni.“ Búast má við útgáfu fyrir næstu jól og eftirvænting bókaunnenda er vafalítið mikil. Þrettán ár eru liðin frá því síðasta barnabók Andra Snæs, hin vinsæla Blái hnötturinn, kom út. „Þessi er dálítið stærri í sniðum og er kannski nær Bróður mínum Ljónshjarta í lengd,“ segir hann. Af Bláa hnettinum er það að frétta að hún kemur loksins út í Bandaríkjunum í haust. Einnig kemur hún út á þessu ári í Rússlandi og Brasilíu og hugsanlega í Noregi. Í dag hefur bókin verið þýdd og gefin út í 25 löndum, þar á meðal í Japan, Kína og Litháen. Skáldsaga Andra Snæs, Lovestar, kemur einnig út í Bandaríkjunum í haust hjá forlaginu Seven Stories Press í New York sem er með Noam Chomsky og fleiri á sínum snærum. Þetta verður í fyrsta sinn sem bækur hans verða gefnar út í Bandaríkjunum. „Heimurinn er nýlenda Ameríku. Maður er ekki til fyrr en maður er kominn út á ensku. Það verður spennandi að sjá hvernig mér verður tekið þar.“ Lovestar kemur einnig út í Ungverjalandi á þessu ári en þar hefur Blái hnötturinn áður komið út. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira