Viðskipti innlent

Bandaríkjadalur ekki dýrari í átján mánuði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bandaríkjadalur er dýr um þessar mundir.
Bandaríkjadalur er dýr um þessar mundir. mynd/ getty.
Gengi bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu hefur ekki verið hærra í átján mánuði, eða frá því í júlí í hitteðfyrra. Gengisvísitala krónunnar hefur veikst um rúm 3% frá því í lok október. Af helstu viðskiptamyntum hefur krónan veikst einna mest gagnvart Bandaríkjadollar á þessu tímabili, eða sem nemur rúmlega 9%. Dalurinn kostar nú um 124 krónur.

Greining Íslandsbanka segir að krónan hafi einnig veikst töluvert gagnvart breska pundinu, eða sem nemur um 6% frá því í októberlok. Hefur pundið ekki verið dýrara síðan seint í júní í hitteðfyrra, en það kostar nú yfir 192 krónur á innlendum millibankamarkaði. Mun minni breyting hefur orðið á gengi krónunnar gagnvart evrunni frá því í lok október, auk þess sem þróunin hefur verið í gagnstæða átt. Kostar evran nú um 159 krónur samanborið við um 160 krónur í októberlok. Greining Íslandsbanka segir að krónan hafi fylgt evrunni í þeim veikingarfasa sem hún hefur verið gagnvart öðrum myntum, þótt af ólíkum ástæðum sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×