Viðskipti innlent

Yfir 6.000 tonnum af gulllax landað í Reykjavík

Í aflatölum Fiskistofu er að finna 82 fisktegundir sem hafa komið á land á Íslandi á s.l. ári. Margt af þessum nöfnum eru kynleg og fjarlæg nútíma íslendingnum og má þar nefna sem dæmi stórkjöftu, langlúru, spærling og gulllax en af síðastnefndu tegundinni var rúmlega 6.000 tonnum landað í Reykjavík 2011.

Fjallað er um málið á heimasíðu Faxaflóahafna. Þar segir að samtals komu 10.500 tonn af gulllaxi á land í öllum verstöðum á Íslandi á árinu sem var að líða.

Gulllax var lengst af meðafli á karfaslóð og þá oftast hent því lítið fékkst fyrir þennan fisk. Í dag er gulllax ýmist verkaður í marning eða seldur heilfrystur og þá slægður og hausskorinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×