Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var í dag ákærður fyrir aðild sína að vændishring. Strauss-Kahn hefur viðurkennt að hann hafi sótt teiti þar sem vændiskonur voru en hann neitar því að hann hafi vitað að konurnar væru vændiskonur.
Í maí síðastliðnum sagði Strauss-Kahn upp störfum sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að hann varð ásakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu í New York. Ákærurnar voru síðar látnar niður falla en þernan höfðaði einkamál gegn Strauss-Kahn.
Vændismálið vindur upp á sig
Jón Hákon Halldórsson skrifar
