Button vonsvikin með trúnaðarbrest Hamiltons Birgir Þór Harðarson skrifar 4. september 2012 22:30 Button er ekki sáttur með að Hamilton hafi dreift mynd af trúnaðargögnum liðsins. nordicphotos/afp Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum. Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum.
Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira