Eyðing stúlkubarna í Kína Jóhann Ág. Sigurðsson og Linn Getz skrifar 17. apríl 2012 06:00 Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). Í fyrstu faraldsfræðilegu rannsóknum um þessi mál var talað um týndu stúlkubörnin eða „the missing girls“ og leitað skýringa á þróuninni. Nú er talið víst að hátæknin, einkum ómskoðun snemma í meðgöngu sé markvisst notuð til að greina kyn fóstursins og síðan tekin ákvörðun um fóstureyðingu í kjölfar kyngreiningar. Á ensku er þessi kynjahreinsun nefnd „female infanticide“, eða „sexicide“. Í umfangsmikilli rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti BMJ árið 2009 (Zhu WX, Lu L, Hesketh T BMJ 2009) drógu höfundar þá ályktun að í Kína árið 2005 hefði fjöldi karla undir tvítugu verið 32 milljónir umfram fjölda kvenna og að ástandið ætti eftir að versna. Svipuð þróun á sér stað í Indlandi. Þessi gífurlegi fjöldi ungra karla umfram konur hefur síðan leitt til alvarlega félagslegra vandamála. Karlar eiga erfitt með að finna sér maka og konur eru gerðar að söluvöru. Sumar þeirra eru meira að segja óskráðar í manntali. Annarri tengdri glæpastarfsemi vex auk þess fiskur um hrygg. Stjórnmálamenn, heilbrigðisstéttir og tækniiðnaðurinn um allan heim taka þátt í þessum kynjahreinsunum. Árið 2007 birtum við ásamt Anna Luise Kirkengen, prófessor í Ósló, leiðara í Læknablaðinu með fyrirsögninni „Þáttur heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna“ (2007;93:506-7). Við vöktum athygli á þessari þróun og bentum á að við erum öll samábyrg. Þar skoruðum við á læknastétt, heilbrigðisyfirvöld og aðra forystumenn íslensku þjóðarinnar að stíga varlega til jarðar í samvinnu við Kína og Indland á sviði fósturgreininga. Jafnframt ber forystumönnum velferðarmála að nota öll tækifæri til að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir kynjahreinsun með eyðingu stúlkubarna. Í tilefni af komu kínverskra yfirvalda hingað til lands er þessi áskorun hér með endurtekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). Í fyrstu faraldsfræðilegu rannsóknum um þessi mál var talað um týndu stúlkubörnin eða „the missing girls“ og leitað skýringa á þróuninni. Nú er talið víst að hátæknin, einkum ómskoðun snemma í meðgöngu sé markvisst notuð til að greina kyn fóstursins og síðan tekin ákvörðun um fóstureyðingu í kjölfar kyngreiningar. Á ensku er þessi kynjahreinsun nefnd „female infanticide“, eða „sexicide“. Í umfangsmikilli rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti BMJ árið 2009 (Zhu WX, Lu L, Hesketh T BMJ 2009) drógu höfundar þá ályktun að í Kína árið 2005 hefði fjöldi karla undir tvítugu verið 32 milljónir umfram fjölda kvenna og að ástandið ætti eftir að versna. Svipuð þróun á sér stað í Indlandi. Þessi gífurlegi fjöldi ungra karla umfram konur hefur síðan leitt til alvarlega félagslegra vandamála. Karlar eiga erfitt með að finna sér maka og konur eru gerðar að söluvöru. Sumar þeirra eru meira að segja óskráðar í manntali. Annarri tengdri glæpastarfsemi vex auk þess fiskur um hrygg. Stjórnmálamenn, heilbrigðisstéttir og tækniiðnaðurinn um allan heim taka þátt í þessum kynjahreinsunum. Árið 2007 birtum við ásamt Anna Luise Kirkengen, prófessor í Ósló, leiðara í Læknablaðinu með fyrirsögninni „Þáttur heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna“ (2007;93:506-7). Við vöktum athygli á þessari þróun og bentum á að við erum öll samábyrg. Þar skoruðum við á læknastétt, heilbrigðisyfirvöld og aðra forystumenn íslensku þjóðarinnar að stíga varlega til jarðar í samvinnu við Kína og Indland á sviði fósturgreininga. Jafnframt ber forystumönnum velferðarmála að nota öll tækifæri til að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir kynjahreinsun með eyðingu stúlkubarna. Í tilefni af komu kínverskra yfirvalda hingað til lands er þessi áskorun hér með endurtekin.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar