Aðför að eftirliti Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 17. apríl 2012 06:00 Fjármálaeftirlitið (FME) er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna almennings gagnvart aðilum á markaði. Því er ætlað að tryggja heilbrigða viðskiptahætti, traust á fjármálamörkuðum og almannahag með því að fylgja eftir reglum sem gilda um starfsemi fjármálastofnana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að aðilar á markaði reyna með ýmsu móti að fara í kringum slíkar reglur. En þessir aðilar beita líka ýmsum ráðum til að draga úr áhrifum eftirlitsins. Það er gert með því að: a) veikja getu eftirlitsins til að sinna skyldum sínum, t.d. með því að bjóða starfsfólki eftirlitsins hærri laun á markaði, b) hafa eftirlitið á valdi sínu með því að mynda náin samstarfstengsl við starfsmenn og yfirmenn eftirlitsins, eða c) grafa undan trúverðugleika eftirlitsins með því að gera aðför að trúverðugleika yfirmannsins. Fyrir hrunið 2008 var FME á valdi þeirra sem það átti að hafa eftirlit með og brást þannig trausti almennings með ómældum skaða fyrir efnahag landsins. Almenningur þekkti ekki hættumerkin og svo fór sem fór.Á aðferðunum skulum við þekkja það – því á ávöxtunum er það of seint Eftir hrun hófst fljótlega aðför að trúverðugleika hins nýja forstjóra FME. Aðförin heppnaðist að lokum með aðstoð nýrrar stjórnar FME. Þetta gerðist í kjölfar kvartana frá aðilum á fjármálamarkaði sem höfðu brugðist trausti almennings í aðdraganda hrunsins og eru nú til rannsóknar. Almenningur var ekki að kvarta undan frammistöðu FME. En stjórn FME ákvað að láta þessa atrennu að trúverðugleika forstjórans takast og studdist þar m.a. við þriðju skýrsluna sem gerð var um hæfi forstjórans á rúmu ári. Þótt sú skýrsla hafi gefið stjórn FME mörg tækifæri til að standa með sínum manni, þá gaf skýrslan stjórninni líka möguleika á hinu gagnstæða, en þó með fyrirvörum sem stjórnin kaus að líta framhjá. Stjórnin kaus að láta trúverðugleika gagnvart fjármálafyrirtækjum hafa forgang. Stjórnin vill jú standa vörð um trúverðugleika FME „í ásýnd og reynd". En það gerir stjórnin án þess að gera greinarmun á því að trúverðugleiki gagnvart aðilum á markaði er eitt, en trúverðugleiki gagnvart almenningi er annað. Þær aðferðir og sú hegðun eftirlitsins sem þarf til að byggja upp traust og viðhalda trúverðugleika gagnvart þessum ólíku aðilum eru ósamrýmanlegar. Hér eru hættumerkin. Ef stjórnin lítur svo á að mikilvægt sé að „vinna traust", og „vinna náið með" aðilum á markaði, þá fylgja því áhættur. Þetta á stjórnin að vita. Ef hún aðhyllist þessa nálgun við eftirlit vegna þess að hún veit ekki betur, þá er það barnaskapur. Það er aðfinnsluvert. Ef stjórnin hins vegar aðhyllist þessa nálgun vitandi um áhættuna, þá er það glannaskapur. Það er ámælisvert. Fyrir hrun notaði Landsbankinn viðtal við þáverandi formann stjórnar FME til að auglýsa sinn eigin trúverðugleika þegar bankinn markaðssetti Icesave í Hollandi. Þetta gerðist að því er virðist án þess að formanninum væri gert ljóst í hvaða samhengi nota ætti viðtalið. FME er dæmi um opinbera stofnun þar sem afsláttur er gefinn á kröfum lýðræðisins í þágu frelsis markaðarins. Það er gert undir þeim formerkjum að draga úr hættunni á pólitísku inngripi, því það veit á spillingu. Stjórn FME er skipuð af efnahags- og viðskiptaráðherra. Stjórnin getur ráðið og rekið forstjóra án þess að lýðræðislega kjörinn fulltrúi almennings, ráðherrann, komi þar nærri. Stjórnin er ígildi ráðherravalds, en ber enga pólitíska ábyrgð gagnvart almenningi og getur því farið sínu fram. Núverandi stjórn hafði ekkert ráðningarsamband við forstjórann sem hún rak og getur því bent á „ráðningarmistök" fyrri stjórnar og snúið sér að ráðningu nýs forstjóra. Formaðurinn virðist ekki þekkja reglur og starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu, en á samt að gæta almannahagsmuna í einni af lykilstofnunum íslenska fjármálakerfisins. Framganga formannsins gagnvart þessum forstöðumanni ríkisins í aðdraganda að uppsögn einkenndist af viðvaningshætti fremur en fagmennsku. Stjórnin braut lög í atganginum, en naut samt stuðnings efnahags- og viðskiptaráðuneytisins aðeins nokkrum klukkustundum eftir ábendingu fjármálaráðuneytisins um að lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hafa gilt um þetta embætti síðan 1998. Hér berast böndin að stjórnvöldum og þeim kerfisvanda sem ríkir í opinberri stjórnsýslu á Íslandi.Ábyrgð stjórnvalda Stjórnvöld hafa brugðist almenningi. Ekki bara núverandi stjórnvöld, heldur stjórnvöld allra tíma í sögu lýðveldisins. Stjórnmálamenn hafa til þessa komið sér hjá því að koma á skipulögðu ráðningar- og frammistöðumatskerfi fyrir æðstu embættismenn og forstöðumenn ríkisins. Fyrir vikið er auðvelt að vega að trúverðugleika fólks sem er valið til þess að veita sameiginlegum málefnum samfélagsins forstöðu og veikja þar með þær stofnanir stjórnsýslunnar sem þeim er trúað fyrir. Þegar stofnanir samfélagsins standa berskjaldaðar frammi fyrir hagsmunaöflum markaðarins sem hafa sínar eigin leiðir að eyrum ráðherra, þá hallar á almannahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna almennings gagnvart aðilum á markaði. Því er ætlað að tryggja heilbrigða viðskiptahætti, traust á fjármálamörkuðum og almannahag með því að fylgja eftir reglum sem gilda um starfsemi fjármálastofnana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að aðilar á markaði reyna með ýmsu móti að fara í kringum slíkar reglur. En þessir aðilar beita líka ýmsum ráðum til að draga úr áhrifum eftirlitsins. Það er gert með því að: a) veikja getu eftirlitsins til að sinna skyldum sínum, t.d. með því að bjóða starfsfólki eftirlitsins hærri laun á markaði, b) hafa eftirlitið á valdi sínu með því að mynda náin samstarfstengsl við starfsmenn og yfirmenn eftirlitsins, eða c) grafa undan trúverðugleika eftirlitsins með því að gera aðför að trúverðugleika yfirmannsins. Fyrir hrunið 2008 var FME á valdi þeirra sem það átti að hafa eftirlit með og brást þannig trausti almennings með ómældum skaða fyrir efnahag landsins. Almenningur þekkti ekki hættumerkin og svo fór sem fór.Á aðferðunum skulum við þekkja það – því á ávöxtunum er það of seint Eftir hrun hófst fljótlega aðför að trúverðugleika hins nýja forstjóra FME. Aðförin heppnaðist að lokum með aðstoð nýrrar stjórnar FME. Þetta gerðist í kjölfar kvartana frá aðilum á fjármálamarkaði sem höfðu brugðist trausti almennings í aðdraganda hrunsins og eru nú til rannsóknar. Almenningur var ekki að kvarta undan frammistöðu FME. En stjórn FME ákvað að láta þessa atrennu að trúverðugleika forstjórans takast og studdist þar m.a. við þriðju skýrsluna sem gerð var um hæfi forstjórans á rúmu ári. Þótt sú skýrsla hafi gefið stjórn FME mörg tækifæri til að standa með sínum manni, þá gaf skýrslan stjórninni líka möguleika á hinu gagnstæða, en þó með fyrirvörum sem stjórnin kaus að líta framhjá. Stjórnin kaus að láta trúverðugleika gagnvart fjármálafyrirtækjum hafa forgang. Stjórnin vill jú standa vörð um trúverðugleika FME „í ásýnd og reynd". En það gerir stjórnin án þess að gera greinarmun á því að trúverðugleiki gagnvart aðilum á markaði er eitt, en trúverðugleiki gagnvart almenningi er annað. Þær aðferðir og sú hegðun eftirlitsins sem þarf til að byggja upp traust og viðhalda trúverðugleika gagnvart þessum ólíku aðilum eru ósamrýmanlegar. Hér eru hættumerkin. Ef stjórnin lítur svo á að mikilvægt sé að „vinna traust", og „vinna náið með" aðilum á markaði, þá fylgja því áhættur. Þetta á stjórnin að vita. Ef hún aðhyllist þessa nálgun við eftirlit vegna þess að hún veit ekki betur, þá er það barnaskapur. Það er aðfinnsluvert. Ef stjórnin hins vegar aðhyllist þessa nálgun vitandi um áhættuna, þá er það glannaskapur. Það er ámælisvert. Fyrir hrun notaði Landsbankinn viðtal við þáverandi formann stjórnar FME til að auglýsa sinn eigin trúverðugleika þegar bankinn markaðssetti Icesave í Hollandi. Þetta gerðist að því er virðist án þess að formanninum væri gert ljóst í hvaða samhengi nota ætti viðtalið. FME er dæmi um opinbera stofnun þar sem afsláttur er gefinn á kröfum lýðræðisins í þágu frelsis markaðarins. Það er gert undir þeim formerkjum að draga úr hættunni á pólitísku inngripi, því það veit á spillingu. Stjórn FME er skipuð af efnahags- og viðskiptaráðherra. Stjórnin getur ráðið og rekið forstjóra án þess að lýðræðislega kjörinn fulltrúi almennings, ráðherrann, komi þar nærri. Stjórnin er ígildi ráðherravalds, en ber enga pólitíska ábyrgð gagnvart almenningi og getur því farið sínu fram. Núverandi stjórn hafði ekkert ráðningarsamband við forstjórann sem hún rak og getur því bent á „ráðningarmistök" fyrri stjórnar og snúið sér að ráðningu nýs forstjóra. Formaðurinn virðist ekki þekkja reglur og starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu, en á samt að gæta almannahagsmuna í einni af lykilstofnunum íslenska fjármálakerfisins. Framganga formannsins gagnvart þessum forstöðumanni ríkisins í aðdraganda að uppsögn einkenndist af viðvaningshætti fremur en fagmennsku. Stjórnin braut lög í atganginum, en naut samt stuðnings efnahags- og viðskiptaráðuneytisins aðeins nokkrum klukkustundum eftir ábendingu fjármálaráðuneytisins um að lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hafa gilt um þetta embætti síðan 1998. Hér berast böndin að stjórnvöldum og þeim kerfisvanda sem ríkir í opinberri stjórnsýslu á Íslandi.Ábyrgð stjórnvalda Stjórnvöld hafa brugðist almenningi. Ekki bara núverandi stjórnvöld, heldur stjórnvöld allra tíma í sögu lýðveldisins. Stjórnmálamenn hafa til þessa komið sér hjá því að koma á skipulögðu ráðningar- og frammistöðumatskerfi fyrir æðstu embættismenn og forstöðumenn ríkisins. Fyrir vikið er auðvelt að vega að trúverðugleika fólks sem er valið til þess að veita sameiginlegum málefnum samfélagsins forstöðu og veikja þar með þær stofnanir stjórnsýslunnar sem þeim er trúað fyrir. Þegar stofnanir samfélagsins standa berskjaldaðar frammi fyrir hagsmunaöflum markaðarins sem hafa sínar eigin leiðir að eyrum ráðherra, þá hallar á almannahag.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun