Erlent

Svefn lengir lífið

Mikilvægt er að sofa nóg, samkvæmt nýrri rannsókn.
Mikilvægt er að sofa nóg, samkvæmt nýrri rannsókn.
Svefnleysi getur skaðað fleira en frammistöðu þína í vinnunni, samkvæmt nýrri rannsókn sem samtök svefnsérfræðinga (the Associated Professional Sleep Societies) kynntu í Boston á mánudag. Samkvæmt niðurstöðum samtakanna eru þeir sem sofa í sex klukkutíma eða minna um nætur líklegri en aðrir til að fá heilablóðfall.

„Fólk veit hversu mikilvægt mataræði og líkamsrækt er til að koma í veg fyrir heilablóðfall. Fólk er ekki jafn meðvitað um áhrif svefnleysis. Svefn er mjög mikilvægur. Líkaminn stressast upp ef hann fær ekki nóg af honum," sagði Megan Ruiter, forsprakki rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×