"Fólk bregst ekki við fyrr en það sér lík“ 13. júní 2012 02:15 Pore Yalma ásamt dóttur sinni, Naforé, fjögurra ára Naforé var lögð inn á sjúkrahúsið í Kaya fyrir ellefu dögum, alvarlega vannærð. Barnaheill greiða fyrir lækniskostnað Naforé, eins og allra annarra barna undir fimm ára aldri í Búrkína Fasó. Gríðarleg hungursneyð vofir yfir Vestur-Afríku, en þar hafa rigningar brugðist, miklir þurrkar herjað á íbúa og ítrekaður uppskerubrestur fylgt í kjölfarið. Héðinn Halldórsson er á svæðinu og segir viðbrögð við ástandinu langt frá því að vera nógu hröð. „Þetta er eiginlega tifandi tímasprengja. Næstu tveir mánuðir eru afgerandi. Þetta getur ekki annað en versnað. Við erum núna mitt á milli uppskera, þetta er það sem kallað er „magurt” tímabil,“ segir Héðinn Halldórsson, fjölmiðlatengill fyrir samtökin Barnaheill. Hann segir eina milljón manna standa frammi fyrir alvarlegri vannæringu í níu löndum Vestur-Afríku. Verst telur hann ástandið í Níger og Búrkína Fasó, en Héðinn er staðsettur í Búrkína Fasó þessa stundina. Héðinn segist afar sleginn yfir ástandinu. Hann bendir á að eitt barn af hverjum tíu sem búi á svæðinu, sé nú þegar alvarlega vannært og fólk orðið verulega örvæntingarfullt. „Ég hef séð að fólk er að bregða á algjör neyðarráð. Það er verið að taka börn úr skólum svo þau geti aflað tekna eða matar. Fólk borðar einu sinni á dag, mjög næringarlítinn mat, af því að það reynir að þrauka þetta tímabil og sker við nögl þann litla mat sem það hefur. Fólk reynir líka að selja kindur og geitur, sem er mjög neikvæð aðferð til að komast af. Það er skammtímalausn, því þegar búið er að selja allan stofninn er ekkert eftir. Hvorki matur, peningar né bústofn. Þá er það bara dauði sem blasir við.“ Héðinn segir alvarlegt hversu lengi umheimurinn og hjálparsamtök voru að taka við sér. „Viðbrögðin hafa verið einhver en þau hafa ekki verið nógu hröð. Það sem þarf að gerast er að fá aukið fjármagn og það þarf athygli í fjölmiðlum. Fólk bregst ekki við fyrr en það sér lík á sjónvarpsskjá.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Gríðarleg hungursneyð vofir yfir Vestur-Afríku, en þar hafa rigningar brugðist, miklir þurrkar herjað á íbúa og ítrekaður uppskerubrestur fylgt í kjölfarið. Héðinn Halldórsson er á svæðinu og segir viðbrögð við ástandinu langt frá því að vera nógu hröð. „Þetta er eiginlega tifandi tímasprengja. Næstu tveir mánuðir eru afgerandi. Þetta getur ekki annað en versnað. Við erum núna mitt á milli uppskera, þetta er það sem kallað er „magurt” tímabil,“ segir Héðinn Halldórsson, fjölmiðlatengill fyrir samtökin Barnaheill. Hann segir eina milljón manna standa frammi fyrir alvarlegri vannæringu í níu löndum Vestur-Afríku. Verst telur hann ástandið í Níger og Búrkína Fasó, en Héðinn er staðsettur í Búrkína Fasó þessa stundina. Héðinn segist afar sleginn yfir ástandinu. Hann bendir á að eitt barn af hverjum tíu sem búi á svæðinu, sé nú þegar alvarlega vannært og fólk orðið verulega örvæntingarfullt. „Ég hef séð að fólk er að bregða á algjör neyðarráð. Það er verið að taka börn úr skólum svo þau geti aflað tekna eða matar. Fólk borðar einu sinni á dag, mjög næringarlítinn mat, af því að það reynir að þrauka þetta tímabil og sker við nögl þann litla mat sem það hefur. Fólk reynir líka að selja kindur og geitur, sem er mjög neikvæð aðferð til að komast af. Það er skammtímalausn, því þegar búið er að selja allan stofninn er ekkert eftir. Hvorki matur, peningar né bústofn. Þá er það bara dauði sem blasir við.“ Héðinn segir alvarlegt hversu lengi umheimurinn og hjálparsamtök voru að taka við sér. „Viðbrögðin hafa verið einhver en þau hafa ekki verið nógu hröð. Það sem þarf að gerast er að fá aukið fjármagn og það þarf athygli í fjölmiðlum. Fólk bregst ekki við fyrr en það sér lík á sjónvarpsskjá.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira