Erlent

Útblástur díselvéla veldur krabbameini

Ný rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýnir að enginn vafi leikur á því að útblástur díselvéla veldur krabbameini. Aðallega er um krabbamein í lungum að ræða og sennilega einnig í þvagblöðru.

Þeir sem eru í mestri hættu á að fá krabbamein af þessum útblæstri eru vörubílstjórar, námuvinnumenn og starfsmenn við járnbrautir sem nota díselolíu. Í ljós kom að um 40% líkur eru á að þetta fólk fái krabbamein af útblæstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×