Erlent

Tvíhleypt vélbyssa stjarnan á vopnasýningu

Vopnaverksmiðja í Ísrael hefur hannað og smíðað nýja tegund af vélbyssu sem er með tvöfalt hlaup og þar af leiðandi tvöfaldan skotkraft á við aðrar vélbyssur.

Þessi byssa er stjarnan á hinni árlegu vopnasýningu Eurosatory sem nú stendur yfir í París.

Byssan hefur hlotið nafnið Gilboa Snake og hún er ætluð til bardaga í návígi, það er í borgum og byggingum, Hönnun byssunnar byggir að hluta til á bandarísku vélbyssunum M16 og M4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×