Erlent

Veltir fyrir sér hvort það eigi að kenna konum að finna sér maka

Helen Fraser.
Helen Fraser.
Helen Fraser, framkvæmdastjóri Girls' Day School, lagði til á ráðstefnu bresku skólanna að stúlkum yrði kennt sérstaklega að velja sér mannsefni sem væru tilbúnir að styðja þær á framabraut.

Girls' Day School er stærsta einkaskólakeðja Bretlands, en alls rekur fyrirtækið 26 skóla með nemendum frá þriggja til átján ára. Tuttugu þúsund stúlkur sækja nám hjá skólanum sem var stofnaður árið 1872.

Samkvæmt breska fréttavefnum Guardian veltir Helen spurningunni fyrir sér hvort það sé ekki eðlilegt að kenna konum að velja sér mannsefni sem er tilbúið að deila með þeim uppeldi barna og húsverkum.

Þannig segir Helen að það sé verulegt vandamál að konur þurfi að velja á milli þess að eignast börn og að einbeita sér að framanum. Helen segir að skólakerfið eigi þannig að styðja stúlkur, ekki eingöngu til þess að fara í bestu háskóla landsins, heldur einnig að sýna metnað í makavali.

Helen segir að konur eigi því ekki aðeins að leita að mökum sem ryksuga meira en aðrir, eða vaska upp, heldur maka sem eru tilbúnir að leggja jafn jafn mikinn metnað í eigin frama sem og eiginkvenna sinna.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×