Tvísýnir tímar Þröstur Ólafsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Á umrótatímum hafa þjóðir tilhneigingu til að skreppa inn í sig og loka sig af. Þær bera kvíðboga fyrir slæmum tíðindum og áföllum, sem ríða yfir umhverfi þeirra, og bregðast oft við á kunnuglegan hátt. Sökudólgar eru búnir til sem vega að velferð þeirra og frelsi. Oft eru þessir misindismenn í gervi útlendinga. „Umsátur“ óvinveittra útlendinga er gamalgróin útþvæld klisja, sem dregin er upp úr dótakistu þeirra, sem beina vilja sjónum þjóðar í vanda frá eigin mistökum. Það er ljótur leikur. Vondur málstaður þarf á óvinum að halda og séu þeir ekki í sjónmáli, verður að búa þá til. Þá er sáð í frjóan akur fordóma og þekkingarleysis, því hræðslan nærist á hleypidómum. Það bregst ekki. Á Íslandi, en einnig meðal ýmissa annarra þjóða Evrópu, verður nú vart endurnýjaðs þjóðskrums og einangrunarhyggju, með tilheyrandi umsátursórum. Það hefði þó mátt halda að þeir faraldrar hefðu skilið eftir sig nægileg svöðusár á síðustu öld, til að bið yrði á að menn færu að leika sér fljótlega með þann banvæna eld. Þau sár eru sum ógróin enn. Smánarlegir fordómar gegn útlendingum eru of víða áberandi. Ein af mörgum háskalegum afleiðingum þjóðrembings og eigin upphafningar er einangrun, fásinni. Við Íslendingar verðum nú fyrir henni í vaxandi mæli. Á meginlandi Evrópu tengist „útlendingaum-sátrið“ meira skuldavanda í þeim löndum sem lifað höfðu glæst á lánum frá öðrum og vilja ekki greiða þau til baka eða neita að taka til heima hjá sér. Við borgum ekki, er að verða háværasta slagorð þeirra Evrópuþjóða, sem lifa vilja áfram á peningum annarra. Grikki nokkur orðaði það þannig við þýskan blaðamann, að þýskir ættu að hætta þessum aðhaldskröfum og borga Grikkjum fyrir að vera vagga lýðræðisins. Þjóðum skilvísra landa er eðlilega ekki skemmt við svona hjal, ekki hvað síst þegar sameiginlegur gjaldmiðill þeirra er sagður í óvissu vegna ógnvænlegrar skuldastöðu óreiðuríkja, sem kunni að leiða til ófarnaðar fyrir alla. Evrusvæðið var fyrirburðurVandi Evrópu kann að virðast sameiginlegur gjaldmiðill, sem búinn var til meira af pólitískum vilja en skynsemi, studdri hagfræðilegum rökum. Frakkar kröfðust þess í aðdraganda sameiningar þýsku ríkjanna að þýska markið yrði lagt niður, því þeir óttuðust forræði Þjóðverja með sitt sterka mark. Þjóðverjar samþykktu síðan aðild bæði Ítala og Grikkja að myntbandalaginu, þótt allar greinargerðir og úttektir sýndu að þessar þjóðir voru ekki tækar í myndbandalag. Draumórar Kohls kanslara um sameinaða Evrópu vógu þyngra en tölulegir útreikningar og efnahagsleg greining. Það gera draumórar og fordómar oftast. Þá vaknar eðlilega sú spurning, hvort ekki hefði verið betur heima setið en af stað farið. Eftir á að hyggja hneigjast margir til að svara þessari spurningu játandi. Henni verður þó ekki svarað af neinni vissu, því ekki er hægt að raunskoða aðra kosti, sem buðust á þeim tíma. Það hefði sennilega ekkert síður kallað á heimavanda óreiðuríkja og skerðingu lífskjara þar. Vandinn hefði hins vegar að líkum takmarkast meira við einstök lönd en svæðið allt. Evran var óhjákvæmileg afleiðing þeirrar nánu efnahaglegu samtvinnunar sem sameiginlegur evrópskur markaður hafði leitt af sér. Evrusvæðið, í núverandi mynd, var hins vegar fyrirburður á sínum tíma. Flest ríki á Miðjarðarhafssvæðinu hefðu þurft áratugi til að byggja efnahag sinn upp og styrkja samkeppnishæfni sína, áður en til þátttöku í myntbandalagi kæmi. Tvær þjóðirÞað má segja að ekki sé ósvipað ástatt fyrir Evrópuþjóðunum yst í norðri og lengst í suðri, Íslendingum og Grikkjum. Báðar lifa þær af og í glæstri fortíð. Báðar telja þær sig eiga höfundarrétt á lýðræði og þingræði. Báðar eiga þær erfitt með að fóta sig í fjölþjóðlegu samfélagi, þar sem ábyrgð þjóðríkja og ákvörðunarréttur þeirra hefur umbreyst á róttækan hátt, hvort heldur þær standa innan eða utan ESB. Hvorug þeirra rekst vel í samfélagi þjóðanna. Framangreindar vangaveltur leiða okkur til þeirrar niðurstöðu, að auðvelt sé litlum þjóðum að missa fótanna í nýjum, umbreyttum,hnattvæddum heimi. Þær taka ekki einu sinni eftir því, fyrr en um seinan. Hnattvæðingin leysir upp öll viðskiptaleg landamæri. Peningar streyma inn og út þar sem ávöxtunar er von og skilja eftir sig skuldbindingar þeirra sem við þeim taka. Bæði Grikkland og Ísland fylltust af fjármagni, sem var mun meira en þau réðu við. Menn héldu ekki vöku sinni og fannst eins og lífið væri dans á peningum, sem aldrei þrytu. Báðar þjóðirnar notuðu peningana til að auðga fáa einstaklinga, en einnig til að lifa kostulega um efni fram, byggja og framkvæma fyrir lánsfé sem vita mátti að ekki yrði hægt að greiða til baka. Báðar sitja nú í súpunni. Grikkir eru þó ekki einir á báti. Þeir hafa notið, og njóta enn, þeirrar samstöðu meðal sjálfstæðra ríkja, sem er rauður þráður ESB samstarfsins. Meirihluti Grikkja virðist því bæði vilja halda dauðahaldi í ESB og evruna, þótt þeir neiti að borga eigin skuldir. Hvað það snertir, eiga þeir trygga samherja hér í norðri. Við erum hins vegar ein á báti með skaðræðis gjaldmiðil og tortryggni meðal gamalla vinaþjóða, sem lítt skilja þau pólitísku skilaboð sem héðan koma. Lái þeim hver sem er. Þjóðin á enn langt í land með að átta sig á þeirri stöðu sem hún er komin í. Hún þarf lengri tíma. Flýtum okkur hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á umrótatímum hafa þjóðir tilhneigingu til að skreppa inn í sig og loka sig af. Þær bera kvíðboga fyrir slæmum tíðindum og áföllum, sem ríða yfir umhverfi þeirra, og bregðast oft við á kunnuglegan hátt. Sökudólgar eru búnir til sem vega að velferð þeirra og frelsi. Oft eru þessir misindismenn í gervi útlendinga. „Umsátur“ óvinveittra útlendinga er gamalgróin útþvæld klisja, sem dregin er upp úr dótakistu þeirra, sem beina vilja sjónum þjóðar í vanda frá eigin mistökum. Það er ljótur leikur. Vondur málstaður þarf á óvinum að halda og séu þeir ekki í sjónmáli, verður að búa þá til. Þá er sáð í frjóan akur fordóma og þekkingarleysis, því hræðslan nærist á hleypidómum. Það bregst ekki. Á Íslandi, en einnig meðal ýmissa annarra þjóða Evrópu, verður nú vart endurnýjaðs þjóðskrums og einangrunarhyggju, með tilheyrandi umsátursórum. Það hefði þó mátt halda að þeir faraldrar hefðu skilið eftir sig nægileg svöðusár á síðustu öld, til að bið yrði á að menn færu að leika sér fljótlega með þann banvæna eld. Þau sár eru sum ógróin enn. Smánarlegir fordómar gegn útlendingum eru of víða áberandi. Ein af mörgum háskalegum afleiðingum þjóðrembings og eigin upphafningar er einangrun, fásinni. Við Íslendingar verðum nú fyrir henni í vaxandi mæli. Á meginlandi Evrópu tengist „útlendingaum-sátrið“ meira skuldavanda í þeim löndum sem lifað höfðu glæst á lánum frá öðrum og vilja ekki greiða þau til baka eða neita að taka til heima hjá sér. Við borgum ekki, er að verða háværasta slagorð þeirra Evrópuþjóða, sem lifa vilja áfram á peningum annarra. Grikki nokkur orðaði það þannig við þýskan blaðamann, að þýskir ættu að hætta þessum aðhaldskröfum og borga Grikkjum fyrir að vera vagga lýðræðisins. Þjóðum skilvísra landa er eðlilega ekki skemmt við svona hjal, ekki hvað síst þegar sameiginlegur gjaldmiðill þeirra er sagður í óvissu vegna ógnvænlegrar skuldastöðu óreiðuríkja, sem kunni að leiða til ófarnaðar fyrir alla. Evrusvæðið var fyrirburðurVandi Evrópu kann að virðast sameiginlegur gjaldmiðill, sem búinn var til meira af pólitískum vilja en skynsemi, studdri hagfræðilegum rökum. Frakkar kröfðust þess í aðdraganda sameiningar þýsku ríkjanna að þýska markið yrði lagt niður, því þeir óttuðust forræði Þjóðverja með sitt sterka mark. Þjóðverjar samþykktu síðan aðild bæði Ítala og Grikkja að myntbandalaginu, þótt allar greinargerðir og úttektir sýndu að þessar þjóðir voru ekki tækar í myndbandalag. Draumórar Kohls kanslara um sameinaða Evrópu vógu þyngra en tölulegir útreikningar og efnahagsleg greining. Það gera draumórar og fordómar oftast. Þá vaknar eðlilega sú spurning, hvort ekki hefði verið betur heima setið en af stað farið. Eftir á að hyggja hneigjast margir til að svara þessari spurningu játandi. Henni verður þó ekki svarað af neinni vissu, því ekki er hægt að raunskoða aðra kosti, sem buðust á þeim tíma. Það hefði sennilega ekkert síður kallað á heimavanda óreiðuríkja og skerðingu lífskjara þar. Vandinn hefði hins vegar að líkum takmarkast meira við einstök lönd en svæðið allt. Evran var óhjákvæmileg afleiðing þeirrar nánu efnahaglegu samtvinnunar sem sameiginlegur evrópskur markaður hafði leitt af sér. Evrusvæðið, í núverandi mynd, var hins vegar fyrirburður á sínum tíma. Flest ríki á Miðjarðarhafssvæðinu hefðu þurft áratugi til að byggja efnahag sinn upp og styrkja samkeppnishæfni sína, áður en til þátttöku í myntbandalagi kæmi. Tvær þjóðirÞað má segja að ekki sé ósvipað ástatt fyrir Evrópuþjóðunum yst í norðri og lengst í suðri, Íslendingum og Grikkjum. Báðar lifa þær af og í glæstri fortíð. Báðar telja þær sig eiga höfundarrétt á lýðræði og þingræði. Báðar eiga þær erfitt með að fóta sig í fjölþjóðlegu samfélagi, þar sem ábyrgð þjóðríkja og ákvörðunarréttur þeirra hefur umbreyst á róttækan hátt, hvort heldur þær standa innan eða utan ESB. Hvorug þeirra rekst vel í samfélagi þjóðanna. Framangreindar vangaveltur leiða okkur til þeirrar niðurstöðu, að auðvelt sé litlum þjóðum að missa fótanna í nýjum, umbreyttum,hnattvæddum heimi. Þær taka ekki einu sinni eftir því, fyrr en um seinan. Hnattvæðingin leysir upp öll viðskiptaleg landamæri. Peningar streyma inn og út þar sem ávöxtunar er von og skilja eftir sig skuldbindingar þeirra sem við þeim taka. Bæði Grikkland og Ísland fylltust af fjármagni, sem var mun meira en þau réðu við. Menn héldu ekki vöku sinni og fannst eins og lífið væri dans á peningum, sem aldrei þrytu. Báðar þjóðirnar notuðu peningana til að auðga fáa einstaklinga, en einnig til að lifa kostulega um efni fram, byggja og framkvæma fyrir lánsfé sem vita mátti að ekki yrði hægt að greiða til baka. Báðar sitja nú í súpunni. Grikkir eru þó ekki einir á báti. Þeir hafa notið, og njóta enn, þeirrar samstöðu meðal sjálfstæðra ríkja, sem er rauður þráður ESB samstarfsins. Meirihluti Grikkja virðist því bæði vilja halda dauðahaldi í ESB og evruna, þótt þeir neiti að borga eigin skuldir. Hvað það snertir, eiga þeir trygga samherja hér í norðri. Við erum hins vegar ein á báti með skaðræðis gjaldmiðil og tortryggni meðal gamalla vinaþjóða, sem lítt skilja þau pólitísku skilaboð sem héðan koma. Lái þeim hver sem er. Þjóðin á enn langt í land með að átta sig á þeirri stöðu sem hún er komin í. Hún þarf lengri tíma. Flýtum okkur hægt.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun