Erlent

Tæplega 130 handteknir eftir fótboltaslagsmál í Varsjá

Alls voru tæplega 130 manns handteknir á götum Varsjár í gærkvöldi og 11 liggja slasaðir á sjúkrahúsi eftir mikil slagsmál milli stuðningsmanna pólsku og rússnesku landsliðanna á Evrópumótinu í fótbolta.

Slagsmálin hófust fyrir leik liðanna og héldu áfram eftir leikinn sem endaði með jafntefli. Lögreglan þurfti að beita táragasi og vatnsbyssum gegn þessum fótboltabullum.

Alls voru um 6.000 lögreglumenn til staðar til að stöðva slagsmálin enda var búist við þeim þar sem lengi hefur verið grunnt á því góða milli þessara tveggja þjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×