Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun