Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun