Erlent

Hver einasta stjarna er með plánetu á braut um sig

Með nýrri tækni hefur hópur alþjóðlegra stjarnvísindamanna komist að því að hver einasta stjarna í Vetrarbrautinni er með að minnsta kosti eina plánetu á braut um sig.

Þetta gefur í skyn að um 10 milljarðar pláneta á stærð við jörðu sé að finna í Vetrarbrautinni.

Áður hefur Kepler sjónaukinn, sem er á braut um jörðu, aðallega verið notaður til að finna plánetur í Vetrarbrautinni.

Með hinni nýju tækni, sem kallast örlinsuhrif, er hinsvegar mögulegt að sjá betur þær plánetur sem eru á braut mjög nálægt stjörnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×