Sagan af Jóni og Ingjaldi Halldór Gunnar Halldórsson skrifar 22. febrúar 2012 13:48 Ötull maður sem hét Jón bjó á ónefndum stað á landinu. Hann var iðinn og duglegur á allan hátt. Líkt og gengur hófst lífsbaráttan snemma. Vegna aðstöðu sinnar sá hann sér hag í því að eignast hest ungur að árum. Hann sá fram á að það myndi taka hann æði mörg ár að safna fyrir slíkri skeppnu. Það var þess vegna sem hann ákvað að leita til Ingjalds um lán. Ingjaldur var auðugur mjög. Mörgum líkaði hins vegar ekki vel við Ingjald og til voru margar ófagrar sögur um viðskipti hans við aðra sveitunga. En Jón dæmdi ekki fólk af sögu sögnum einum saman. Hann gat ekki séð hvernig einföld viðskipti við Ingjald gætu farið illa. Þannig fór að Jón hitti Ingjald og lagði tilboð á borðið. Jón fengi lánaða tvo hesta af Ingjaldi. Hann myndi greiða þrjá hesta til baka, einn hest á ári næstu þrjú árin. Jón sá fyrir sér að eftir þrjú ár og þrjú folöld myndi hann eiga hestana og njóta góðs af þeirri eign sinni og ávöxtum hennar þar eftir. Svo gerðist nokkuð óvænt. Það gekk yfir landið heilmikil hestapest. Helmingur allra hesta á landinu drapst, og þar á meðal annar hestanna hans Jóns. Með einn hest eftir hafði Jón ekki nokkur tök á því að „framleiða" folöld og gekk á fund Ingjalds. Jón sagði Ingjaldi hver staðan væri og vildi leyta lausna með lánadrottni sínum. Hann gæti hugsanlega fengið einn hest til lánaðan eða skilað þeim sem eftir var og greitt jafnvirði eins hests og hálfs til í vexti næstu árin. Ingjaldur setti upp samúðarsvip samtímis sem hann nuddaði hnúfa hægri handar með þeirri vinstri. „Jón minn, þú skuldar mér ekki lengur 2 hesta og einn í vexti. Nú skuldar þú mér 4 hesta og 2 í vexti. Veistu ekki að í dag eru til helmingi færri hestar á landinu og þar með er hver hestur 100% verðmætari. Svo ef þú vilt skila einum þá þarftu að greiða mér 3 hesta og 1,5 til í vexti." Jón bar þá við hvort að hesturinn sem hann vildi skila myndi ekki gilda sem 2 hestar. En Ingjaldur samþykkti það ekki þar sem Jón væri ekki enn búinn að greiða fyrir þann hest. Hann benti honum hins vegar á að hann gæti selt hestinn og komið með andvirði tveggja hesta í peningum. En báðir vissu þeir að það myndi aldrei ganga. Enginn var tilbúinn eða hafði ráð á að kaupa hest á tvöföldu verði. Jón skyldi nú þau varnaðar orð sem hann hafði heirt fleygt hér og þar fyrir þann dómsdag sem hann ákvað að eiga viðskipti við Ingjald. Eftir miklar tilraunir til samninga við Ingjald hélt Jón heim enn skuldugri með þriðja hestinn og kvíðahnút í maganum. Hvað gat hann gert annað en að reyna að bjarga sér úr þessari flækju? Nú skuldaði Jón 6 hesta og 3 í vexti. En hann fékk bara 3 og einn þeirra drapst. Hvernig í ósköpunum gat hann verið kominn í þessa stöðu? Skulda 9 hesta en eiga eingöngu 2. Árin liðu og Jón greiddi Ingjaldi eitt folald á ári. Enda þorði hann ekki öðru. Hann vissi að það væru til ömmur sem myndu líta á hann sem óreiðumann ef hann greiddi ekki af skuld sinni. Ýmislegt miður gott gerðist í gegnum árin. Það riðu yfir allslags hestapestir með reglulegu millibili. Skuld Jóns við Ingjald óx jafnt og þétt samhliða þessum áföllum svo ekkert var við ráðið. Til voru þeir sem grunuðu Ingjald um að standa á einn eða annan hátt að baki öllum þessum ófögnuði sem pestirnar voru. En því trúði Jón tæplega. Hann trúði ekki að þvílíkt samviskuleysi væri til. Þegar Jón afhenti síðasta folaldið var hann búinn að greiða Ingjaldi 47 hesta, en skuldaði honum þrátt fyrir það 83 til. Undir lok starfs æfinnar þegar Jón átti samkvæmt öllum eðlilegum kringumstæðum að vera búinn að ná smávægilegri eignamyndun með öllum sýnum dugnaði og ósérhlífni átti hann ekkert. Ekki baun í bala. Og hestarnir tveir voru til alls ónothæfir og með öllu verðlausir eftir þær raunir sem þeir máttu þola. Það var búið að hugsa fyrir því að Jón gæti séð um sig sjálfur á efri árum. Hluti tekna hans runnu í sjóð. Í sjóðnum réði Ingjaldur lögum og lofum. Sjóðurinn hafði lánað Ingjaldi fyrir hestakaupum í gegnum árin. En sá munur var á að Ingjaldur greiddi hest fyrir hest en ekki hesta fyrir hest eins og Jón. Þetta var réttur þeirra réttmeiri. Á endanum hafði sjóðurinn rýrnað svo mjög að ekkert var eftir fyrir Jón að sækja þegar líða tók á seinni hlutann. Jón endaði æfina stór skuldugur í herbergi með 50 öðrum á ónefndu elliheimili. Þetta var herbergi fyrir óreiðufólk. Eins og Jóni, hafði þessu fólki látið sér detta það í hug einu sinni á lífsleiðinni að fá lánaðan hest eða tvo. Allt þetta fólk hefði betur átt að einbeita sér að því að kaupa sér heimili. Griðastað fyrir sig og sína sem gæti svo nýst til ánægjulegs og tiltölulega áhyggjulauss æfikvelds. Ingjald skorti hins vegar ekkert þrátt fyrir að hann hafi lítið sem ekkert unnið alla sína æfi. Hann var umkringdur djásnum og orðum á sínu ævikveldi. Hesta Ingjalds erfðu börnin hans, ásamt uppáhalds húfunni og hestalána apparatinu. Hvað varð þá um skuld Jóns við Ingjald þegar þeir kvöddu okkur báðir? Jú, erfingjar Ingjalds afskrifuðu hátt í 100 hesta og fengu skatta afslátt í staðinn. Hver segir að ríkið sé ekki tilbúið að leggja sitt af mörkum umfram það að setja leikreglurnar? Halldór Gunnar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ötull maður sem hét Jón bjó á ónefndum stað á landinu. Hann var iðinn og duglegur á allan hátt. Líkt og gengur hófst lífsbaráttan snemma. Vegna aðstöðu sinnar sá hann sér hag í því að eignast hest ungur að árum. Hann sá fram á að það myndi taka hann æði mörg ár að safna fyrir slíkri skeppnu. Það var þess vegna sem hann ákvað að leita til Ingjalds um lán. Ingjaldur var auðugur mjög. Mörgum líkaði hins vegar ekki vel við Ingjald og til voru margar ófagrar sögur um viðskipti hans við aðra sveitunga. En Jón dæmdi ekki fólk af sögu sögnum einum saman. Hann gat ekki séð hvernig einföld viðskipti við Ingjald gætu farið illa. Þannig fór að Jón hitti Ingjald og lagði tilboð á borðið. Jón fengi lánaða tvo hesta af Ingjaldi. Hann myndi greiða þrjá hesta til baka, einn hest á ári næstu þrjú árin. Jón sá fyrir sér að eftir þrjú ár og þrjú folöld myndi hann eiga hestana og njóta góðs af þeirri eign sinni og ávöxtum hennar þar eftir. Svo gerðist nokkuð óvænt. Það gekk yfir landið heilmikil hestapest. Helmingur allra hesta á landinu drapst, og þar á meðal annar hestanna hans Jóns. Með einn hest eftir hafði Jón ekki nokkur tök á því að „framleiða" folöld og gekk á fund Ingjalds. Jón sagði Ingjaldi hver staðan væri og vildi leyta lausna með lánadrottni sínum. Hann gæti hugsanlega fengið einn hest til lánaðan eða skilað þeim sem eftir var og greitt jafnvirði eins hests og hálfs til í vexti næstu árin. Ingjaldur setti upp samúðarsvip samtímis sem hann nuddaði hnúfa hægri handar með þeirri vinstri. „Jón minn, þú skuldar mér ekki lengur 2 hesta og einn í vexti. Nú skuldar þú mér 4 hesta og 2 í vexti. Veistu ekki að í dag eru til helmingi færri hestar á landinu og þar með er hver hestur 100% verðmætari. Svo ef þú vilt skila einum þá þarftu að greiða mér 3 hesta og 1,5 til í vexti." Jón bar þá við hvort að hesturinn sem hann vildi skila myndi ekki gilda sem 2 hestar. En Ingjaldur samþykkti það ekki þar sem Jón væri ekki enn búinn að greiða fyrir þann hest. Hann benti honum hins vegar á að hann gæti selt hestinn og komið með andvirði tveggja hesta í peningum. En báðir vissu þeir að það myndi aldrei ganga. Enginn var tilbúinn eða hafði ráð á að kaupa hest á tvöföldu verði. Jón skyldi nú þau varnaðar orð sem hann hafði heirt fleygt hér og þar fyrir þann dómsdag sem hann ákvað að eiga viðskipti við Ingjald. Eftir miklar tilraunir til samninga við Ingjald hélt Jón heim enn skuldugri með þriðja hestinn og kvíðahnút í maganum. Hvað gat hann gert annað en að reyna að bjarga sér úr þessari flækju? Nú skuldaði Jón 6 hesta og 3 í vexti. En hann fékk bara 3 og einn þeirra drapst. Hvernig í ósköpunum gat hann verið kominn í þessa stöðu? Skulda 9 hesta en eiga eingöngu 2. Árin liðu og Jón greiddi Ingjaldi eitt folald á ári. Enda þorði hann ekki öðru. Hann vissi að það væru til ömmur sem myndu líta á hann sem óreiðumann ef hann greiddi ekki af skuld sinni. Ýmislegt miður gott gerðist í gegnum árin. Það riðu yfir allslags hestapestir með reglulegu millibili. Skuld Jóns við Ingjald óx jafnt og þétt samhliða þessum áföllum svo ekkert var við ráðið. Til voru þeir sem grunuðu Ingjald um að standa á einn eða annan hátt að baki öllum þessum ófögnuði sem pestirnar voru. En því trúði Jón tæplega. Hann trúði ekki að þvílíkt samviskuleysi væri til. Þegar Jón afhenti síðasta folaldið var hann búinn að greiða Ingjaldi 47 hesta, en skuldaði honum þrátt fyrir það 83 til. Undir lok starfs æfinnar þegar Jón átti samkvæmt öllum eðlilegum kringumstæðum að vera búinn að ná smávægilegri eignamyndun með öllum sýnum dugnaði og ósérhlífni átti hann ekkert. Ekki baun í bala. Og hestarnir tveir voru til alls ónothæfir og með öllu verðlausir eftir þær raunir sem þeir máttu þola. Það var búið að hugsa fyrir því að Jón gæti séð um sig sjálfur á efri árum. Hluti tekna hans runnu í sjóð. Í sjóðnum réði Ingjaldur lögum og lofum. Sjóðurinn hafði lánað Ingjaldi fyrir hestakaupum í gegnum árin. En sá munur var á að Ingjaldur greiddi hest fyrir hest en ekki hesta fyrir hest eins og Jón. Þetta var réttur þeirra réttmeiri. Á endanum hafði sjóðurinn rýrnað svo mjög að ekkert var eftir fyrir Jón að sækja þegar líða tók á seinni hlutann. Jón endaði æfina stór skuldugur í herbergi með 50 öðrum á ónefndu elliheimili. Þetta var herbergi fyrir óreiðufólk. Eins og Jóni, hafði þessu fólki látið sér detta það í hug einu sinni á lífsleiðinni að fá lánaðan hest eða tvo. Allt þetta fólk hefði betur átt að einbeita sér að því að kaupa sér heimili. Griðastað fyrir sig og sína sem gæti svo nýst til ánægjulegs og tiltölulega áhyggjulauss æfikvelds. Ingjald skorti hins vegar ekkert þrátt fyrir að hann hafi lítið sem ekkert unnið alla sína æfi. Hann var umkringdur djásnum og orðum á sínu ævikveldi. Hesta Ingjalds erfðu börnin hans, ásamt uppáhalds húfunni og hestalána apparatinu. Hvað varð þá um skuld Jóns við Ingjald þegar þeir kvöddu okkur báðir? Jú, erfingjar Ingjalds afskrifuðu hátt í 100 hesta og fengu skatta afslátt í staðinn. Hver segir að ríkið sé ekki tilbúið að leggja sitt af mörkum umfram það að setja leikreglurnar? Halldór Gunnar Halldórsson
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun